Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður“

Sig­mar Guð­munds­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, gagn­rýndi Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra harð­lega á þing­fundi í dag. Sagði hann það hneyksli að ráð­herra kall­aði um­fjöll­un fjöl­miðla áróð­ur.

„Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður“
Gagnrýni „Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli. Það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli,“ sagði Sigmar. Mynd: Bára Huld Beck

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, skaut föstum skotum að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á þingfundi í dag. Vísaði hann í viðbrögð Bjarna við umfjöllun Kveiks um íslensku krónuna sem sýnd var á RÚV í gærkvöldi. 

Í þættinum var fjallað um að sum fyrirtæki fái að losna undan kostnaðarsömum sveiflum á krónunni en heimilin súpi ítrekað seyðið af óstöðugleika hennar. Þar kom einnig fram að beinn kostnaður við krónuna væri um 300 milljarðar á ári. 

Bjarni gagnrýndi þáttinn harðlega

Bjarni tjáði sig um þáttinn í Facebook-færslu í gærkvöld. Þar sagði hann þáttinn vera samfelldan áróður gegn íslensku krónunni. En krónuna segir hann vera einn grunninn að miklum hagvexti undanfarinn áratug. Sagði hann þáttinn hneyksli sem sliti margt úr eðlilegu samhengi og varpaði röngu ljósi á heildarmyndina. 

„Í heildina skorti í þennan þátt allt jafnvægi, alla fagmennsku og yfirvegun í efnahagslega samhenginu. Það er hálf sorglegt að boðið sé upp á svona efni á Ríkisútvarpinu,“ sagði fyrrverandi fjármálaráðherrann á Facebook.

Hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður

Á þingfundi sagði Sigmar það vera hneyksli að ásaka fjölmiðil um áróður fyrir að vinna vinnuna sína. Sagði hann Bjarna ekki hafa bent á staðreyndarvillur í umfjöllun Kveiks og Bjarna bera mikla ábyrgð á „vaxtarbrjálæðinu sem núna er allt að drepa.“

Vísaði Sigmar til þess að í kjölfar efnahagshrunsins 2008 hefði Bjarni sjálfur haldið því fram að krónan hefði þá skuggahlið að vera sveifluvaldandi. Það gæti, að sögn Bjarna, ýtt undir óstöðugleika í hagkerfinu sem drægi úr trausti á því.

„Þegar nákvæmlega sömu sjónarmið og hans árið 2008 eru viðruð í gær af virtum hagfræðingum þá heitir það hneyksli og áróður gegn krónunni. Nýi Bjarni er sem sagt að gagnrýna gamla Bjarna fyrir áróður og er hneykslaður,“ sagði Sigmar.

Hann sagði Bjarna enn fremur viljandi gleyma að minnast á okurvexti og verðbólgu sem „alltaf er miklu hærri á Íslandi en annars staðar.“ Enn fremur gleymi Bjarni að nefna hagstjórnarmistök Sjálfstæðisflokksins sem felist í útgjaldaaukningunni. 

„Það er ekki Kveiksþátturinn sem er hneyksli. Það er ábyrgðarflótti Sjálfstæðisflokksins sem er hneyksli,“ sagði Sigmar. 

Kjósa
84
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Bjarni Ben fékk SMS/símtal eftir grein flokksfélaganna (Illuga og Bjarni) frá þáverandi framkvæmdastjóra SFS-samtakanna um að þeir skyldu haga sér í ummælum um ARÐRÁNS-krónuna. Bjarni Ben hefur staðið sig með miklum sóma og samviskusemi allar götur síðan að verja útflutnings-atvinnugreinarnar á kostnað almannahagsmuna = arður sjávarútvegsinns er greiddur út úr fyrirtækjum einokunar-útgerðanna á erlendri grund, óslitna virðiskeðjan í sjávarútvegi tryggir það. Arður álfyrirtækjanna er fluttur út í formi vaxtagreiðslna til móðurfélaganna. Ferðaþjónustan borgar 11% virðisaukaskatt þegar önnur fyrirtæki í ARÐRÁNS-krónu-hagkerfinu borga 24.5% virðisaukaskatt. Afleiðingin er HRUN-gengi á krónunni (153 á móti 1-evru) þrátt fyrir jákvæðan viðskiptajöfnuð (60-milljarða) þar sem almenningur fær enga hlutdeild til að mæta 11-12% vaxtaokri og 8% verðbólgu, það eru verk nýja Bjarna Ben sem er strengjabrúða sérhagsmuna ofantaldra atvinnugreina.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár