Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Fólkið á að vita hverju ég er búinn að lenda í“

Í leik­verk­inu Fúsi – ald­ur og fyrri störf seg­ir Fúsi sögu sína. Verk­ið unnu hann og Agn­ar Jón, frændi hans, sam­an en þann 3. des­em­ber síð­ast­lið­inn, hlutu frænd­urn­ir Múr­brjót­inn – verð­laun fyr­ir að brjóta nið­ur veggi í þágu þroska­haml­aðra. Verð­laun­in eru veitt á veg­um Þroska­hjálp­ar, einu sinni á ári. Mögu­lega er þetta raun­veru­legt tíma­móta­verk.

„Fólkið á að vita hverju ég er búinn að lenda í“
Fúsi og Agnar Jón Rætt um sögu Fúsa, vináttu frændanna og inngildingu fatlaðra í leikhúsið. Ljósmynd: Jóhanna Helga Þorkelsdóttir.

Leikstjórinn og leikarinn Agnar Jón Egilsson er æskuvinur blaðamanns síðan þau voru ellefu ára. Og alla tíð hefur undirrituð heyrt Agnar mæra Fúsa frænda sinn – sem heitir fullu nafni Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson. Þeir frændur eru nánir og undirrituð man líka eftir einhverjum skiptum þegar hún reyndi að gera eitthvað skemmtilegt með Agnari en hann vildi frekar hanga með Fúsa.

En hver er Fúsi?

Það má heyra í leikverki um Fúsa, já, leikarann og listamanninn Fúsa, sem þeir frændur hafa skapað og er sýnt þessa dagana í Borgarleikhúsinu. Svo það var ekki úr vegi að hitta þá í anddyri Borgarleikhússins og rabba um ævintýrið.

Að fatlaður listamaður fái vettvang

Múrbrjóturinn er veittur á vegum Þroskahjálpar, einu sinni á ári, og gleðiefni fyrir frændurna að þeir skyldu hljóta hann. Þetta var stór tuttugu ára afmælishátíð Listar án landamæra og verðlaunaafhending Múrbrjótsins fór með afmælishátíðinni. Þarna voru frábærar listasýningar og allt …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár