Að minnsta kosti 45 eru látnir og 50 særðir að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa eftir loftárás Ísraelshers á íbúðarhverfi í borginni Deir-al-Balah á Gasa-strönd í gærdag. Talið er að húsið hafi hýst allt að 150 flóttamenn þegar að sprengjurnar féllu.
Ísraelsher lýsir því yfir á Telegram síðu sinni að í gær og í nótt hafi þér sprengt allt að „250 hryðjuverka skotmörk“ í borginni, eftir að Hamas-liðar skutu eldflaugum þaðan í gær. Herinn heldur því fram að þeir hafi grandað fjölda hryðjuverkamanna með árásinni, en ljóst er að mannfall meðal almennra borgara var afar mikið á sama tíma.
Þá var skóli í Norður-Gasa einnig sprengdur, en samkvæmt Ísraelsher hafði Hamas átt sér bækistöð úr aðliggjandi húsi.
Athugasemdir (1)