Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að minnsta kosti 45 látnir í loftárás á íbúðarhverfi á Gasa

Inn­rás­in í suð­ur­hluta Gasa-strand­ar­inn­ar held­ur áfram. Ísra­els­her gerði árás­ir á „250 hryðju­verka­skot­mörk“ í gær og í nótt.

Að minnsta kosti 45 látnir í loftárás á íbúðarhverfi á Gasa
Sært barn eftir loftárásina Maður hleypur með sært barn inn á Al-Aqsa spítalann eftir loftárásina á Deir-al-Balah í gær. Mynd: AFP

Að minnsta kosti 45 eru látnir og 50 særðir að sögn heilbrigðisyfirvalda á Gasa eftir loftárás Ísraelshers á íbúðarhverfi í borginni Deir-al-Balah á Gasa-strönd í gærdag. Talið er að húsið hafi hýst allt að 150 flóttamenn þegar að sprengjurnar féllu.

Ísraelsher lýsir því yfir á Telegram síðu sinni að í gær og í nótt hafi þér sprengt allt að „250 hryðjuverka skotmörk“ í borginni, eftir að Hamas-liðar skutu eldflaugum þaðan í gær. Herinn heldur því fram að þeir hafi grandað fjölda hryðjuverkamanna með árásinni, en ljóst er að mannfall meðal almennra borgara var afar mikið á sama tíma.

Rústir í Deir-al-BalahPalestínskir borgarar leita að eigum sínum eftir loftárás Ísraelshers í gær.

Þá var skóli í Norður-Gasa einnig sprengdur, en samkvæmt Ísraelsher hafði Hamas átt sér bækistöð úr aðliggjandi húsi.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár