Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ný könnun: Öryrkjar búa við mikla fátækt og slæma andlega líðan

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar könn­un­ar sýna svarta mynd af stöðu ör­yrkja á Ís­landi. Þar kem­ur fram að fjár­hags­staða og and­leg líð­an þeirra sé síð­ur en svo góð. Eru það ein­stæð­ir for­eldr­ar á ör­orku­líf­eyri, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri og ör­orku­styrk sem standa hvað verst.

Ný könnun: Öryrkjar búa við mikla fátækt og slæma andlega líðan
Öryrkjar Sjö af hverjum tíu segjast búa við slæma andlega líðan. Mynd: Shutterstock

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna svarta mynd af stöðu öryrkja á Íslandi. Þar kemur fram að fjárhagsstaða og andleg líðan þeirra sé síður en svo góð. Eru það einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk sem standa hvað verst.

Öryrkjabandalag Íslands og Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, stóðu fyrir könnuninni. Var hún lögð fyrir þá sem voru með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk í október þessa árs.

Bág fjárhagsstaða

Í ljós kom að ríflega þrír af hverjum tíu sem eru á örorku- eða endurhæfingarstyrk sögðust búa við skort á efnislegum gæðum. Tveir af hverjum tíu við sára fátækt. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar og fjórir af hverjum tíu að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. 

Margir hafa þurft að neita sér um tannlækna- og sálfræðiþjónustu eða rúmlega fjórir af hverjum tíu. Skrifast það langoftast á háan kostnað. 

Spurð hve mikil áhrif óvæntur kostnaður upp á 80.000 krónur hefði segjast sjö af hverjum tíu ekki myndu geta staðið undir honum nema með því að stofna til skulda. Meira en helmingur þátttakenda segir fjárhagsstöðu sína verri en fyrir ári síðan.

Einstæðir foreldrar hafa það hvað verst

Fjárhagur einstæðra foreldra með örorkustyrk, endurhæfingar- eða örorkulífeyri er hvað verstur. En rúmlega þrír af hverjum tíu þeirra búa við verulegan skort.

Tæpur helmingur einstæðra foreldra segist ekki geta veitt börnum sínum næringarríkan mat og nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs þeirra eða haldið afmæli fyrir þau.

Yfirgnæfandi meirihluti einstæðra mæðra á örorkustyrk á erfitt með að mæta óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar, eða níu af hverjum tíu. Hefur fjórðungur þeirra þurft á mataraðstoð að halda á síðastliðnu ári. 

Rúm 60% einstæðra foreldra búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði og átta af hverjum tíu við slæma andlega heilsu. 

Slæm andleg líðan og einangrun

Ekki er geðheilsa annarra svarenda mikið betri einhleypra foreldra. Sjö af hverjum tíu segjast búa við slæma andlega líðan. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir félagslegri einangrun. Koma þar karlar á endurhæfingarlífeyri hvað verst út. 

Hátt hlutfall fólks hefur nær daglega hugsað að það væri betra ef það væri dáið eða hugsað um að skaða sig. Er staðan hvað verst meðal karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 og meðal kvenna undir þrítugu.

Rúmlega 3.500 svör við könnuninni bárust, er það um 19% svarhlutfall. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Gylfason skrifaði
    afhverju líða einstæðum einstaklingum betur en einstætt foreldri, ? svo endar greinin á að tala um að hugsanir um sjálfskaða séu algengar meðal karla og kvenna, en ekkert minnst á hvort þeir einstaklingar séu einstæðir eða foreldri.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hvernig samfélag kemur fram við sína veikustu einstaklinga segir allt um það hvernig samfélagið er.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár