Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ný könnun: Öryrkjar búa við mikla fátækt og slæma andlega líðan

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar könn­un­ar sýna svarta mynd af stöðu ör­yrkja á Ís­landi. Þar kem­ur fram að fjár­hags­staða og and­leg líð­an þeirra sé síð­ur en svo góð. Eru það ein­stæð­ir for­eldr­ar á ör­orku­líf­eyri, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri og ör­orku­styrk sem standa hvað verst.

Ný könnun: Öryrkjar búa við mikla fátækt og slæma andlega líðan
Öryrkjar Sjö af hverjum tíu segjast búa við slæma andlega líðan. Mynd: Shutterstock

Niðurstöður nýrrar könnunar sýna svarta mynd af stöðu öryrkja á Íslandi. Þar kemur fram að fjárhagsstaða og andleg líðan þeirra sé síður en svo góð. Eru það einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk sem standa hvað verst.

Öryrkjabandalag Íslands og Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, stóðu fyrir könnuninni. Var hún lögð fyrir þá sem voru með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk í október þessa árs.

Bág fjárhagsstaða

Í ljós kom að ríflega þrír af hverjum tíu sem eru á örorku- eða endurhæfingarstyrk sögðust búa við skort á efnislegum gæðum. Tveir af hverjum tíu við sára fátækt. Helmingur þarf að neita sér um félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar og fjórir af hverjum tíu að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. 

Margir hafa þurft að neita sér um tannlækna- og sálfræðiþjónustu eða rúmlega fjórir af hverjum tíu. Skrifast það langoftast á háan kostnað. 

Spurð hve mikil áhrif óvæntur kostnaður upp á 80.000 krónur hefði segjast sjö af hverjum tíu ekki myndu geta staðið undir honum nema með því að stofna til skulda. Meira en helmingur þátttakenda segir fjárhagsstöðu sína verri en fyrir ári síðan.

Einstæðir foreldrar hafa það hvað verst

Fjárhagur einstæðra foreldra með örorkustyrk, endurhæfingar- eða örorkulífeyri er hvað verstur. En rúmlega þrír af hverjum tíu þeirra búa við verulegan skort.

Tæpur helmingur einstæðra foreldra segist ekki geta veitt börnum sínum næringarríkan mat og nauðsynlegan klæðnað, greitt kostnað vegna félagslífs þeirra eða haldið afmæli fyrir þau.

Yfirgnæfandi meirihluti einstæðra mæðra á örorkustyrk á erfitt með að mæta óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar, eða níu af hverjum tíu. Hefur fjórðungur þeirra þurft á mataraðstoð að halda á síðastliðnu ári. 

Rúm 60% einstæðra foreldra búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði og átta af hverjum tíu við slæma andlega heilsu. 

Slæm andleg líðan og einangrun

Ekki er geðheilsa annarra svarenda mikið betri einhleypra foreldra. Sjö af hverjum tíu segjast búa við slæma andlega líðan. Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir félagslegri einangrun. Koma þar karlar á endurhæfingarlífeyri hvað verst út. 

Hátt hlutfall fólks hefur nær daglega hugsað að það væri betra ef það væri dáið eða hugsað um að skaða sig. Er staðan hvað verst meðal karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 og meðal kvenna undir þrítugu.

Rúmlega 3.500 svör við könnuninni bárust, er það um 19% svarhlutfall. 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Gylfason skrifaði
    afhverju líða einstæðum einstaklingum betur en einstætt foreldri, ? svo endar greinin á að tala um að hugsanir um sjálfskaða séu algengar meðal karla og kvenna, en ekkert minnst á hvort þeir einstaklingar séu einstæðir eða foreldri.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hvernig samfélag kemur fram við sína veikustu einstaklinga segir allt um það hvernig samfélagið er.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár