Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
Eldsvoði Mikill eldur kom upp íbúð í Stangarhlíð 3 í síðustu viku. Sex einstaklingar voru í húsinu og einn karlmaður lést af völdum eldsvoðans. Mynd: Skjáskot/Ruv

Talsmaður eiganda húsnæðisins í Stangarhyl 3, þar sem karlmaður lést í bruna í síðustu viku, segir að maðurinn sem lést hafi hlaupið aftur inn í eldsvoðann í leit að vini sínum með þeim afleiðingum að hann lést. Maðurinn hafi hlaupið inn vegna þess að hann hafi ekki séð vin sín komast út úr húsinu, sem hann þó gerði. 

Eigandi húsnæðisins er fjárfestingarfyrirtækið Alva Capital. Heimildin setti sig í samband við Alva Capital og spurði forsvarsmenn fyrirtækisins nánar út eldsvoðann, íbúana og hvort að eldvörnum hafi verið nægilega vel sinnt.

„Þetta er gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir okkur öll. Við þekktum þennan mann vel persónulega sem vinnufélaga“
Örvar Rafnsson
talsmaður Alva Capital

Í svörum Örvars Rafnssonar, talsmanns Alva Capital, við fyrirspurn Heimildarinnar segir að fyrirtækið hafi keypt eignina Stangarhyl 3 og 3A um mitt ár 2022. Húsið hafi verið innréttað sem 12 stúdíó íbúðir, 25 herbergi með sameiginlegu eldhúsi ásamt einni stærri 135 fermetra fimm herbergja íbúð. Stærri íbúðin hafi verið sú sem brann. 

„Þetta er gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir okkur öll. Við þekktum þennan mann vel persónulega sem vinnufélaga,“ segir í svarinu.

Þá segir Örvar að fyrirtækið hafi sinnt eldvörnum, úttekt hafi verið gerð af slökkviliðinu skömmu eftir að fyrirtækið tók við húsnæðinu. Athugasemdir sem þar komu fram hafi verið teknar fyrir og þær lagaðar. Sömuleiðis hafi brunaviðvörunarkerfi húsnæðisins síðast verið tekin út af Öryggismiðstöðinni 25. október og að þeirra sögn hafi kerfið virkað vel.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár