Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
Eldsvoði Mikill eldur kom upp íbúð í Stangarhlíð 3 í síðustu viku. Sex einstaklingar voru í húsinu og einn karlmaður lést af völdum eldsvoðans. Mynd: Skjáskot/Ruv

Talsmaður eiganda húsnæðisins í Stangarhyl 3, þar sem karlmaður lést í bruna í síðustu viku, segir að maðurinn sem lést hafi hlaupið aftur inn í eldsvoðann í leit að vini sínum með þeim afleiðingum að hann lést. Maðurinn hafi hlaupið inn vegna þess að hann hafi ekki séð vin sín komast út úr húsinu, sem hann þó gerði. 

Eigandi húsnæðisins er fjárfestingarfyrirtækið Alva Capital. Heimildin setti sig í samband við Alva Capital og spurði forsvarsmenn fyrirtækisins nánar út eldsvoðann, íbúana og hvort að eldvörnum hafi verið nægilega vel sinnt.

„Þetta er gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir okkur öll. Við þekktum þennan mann vel persónulega sem vinnufélaga“
Örvar Rafnsson
talsmaður Alva Capital

Í svörum Örvars Rafnssonar, talsmanns Alva Capital, við fyrirspurn Heimildarinnar segir að fyrirtækið hafi keypt eignina Stangarhyl 3 og 3A um mitt ár 2022. Húsið hafi verið innréttað sem 12 stúdíó íbúðir, 25 herbergi með sameiginlegu eldhúsi ásamt einni stærri 135 fermetra fimm herbergja íbúð. Stærri íbúðin hafi verið sú sem brann. 

„Þetta er gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir okkur öll. Við þekktum þennan mann vel persónulega sem vinnufélaga,“ segir í svarinu.

Þá segir Örvar að fyrirtækið hafi sinnt eldvörnum, úttekt hafi verið gerð af slökkviliðinu skömmu eftir að fyrirtækið tók við húsnæðinu. Athugasemdir sem þar komu fram hafi verið teknar fyrir og þær lagaðar. Sömuleiðis hafi brunaviðvörunarkerfi húsnæðisins síðast verið tekin út af Öryggismiðstöðinni 25. október og að þeirra sögn hafi kerfið virkað vel.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár