„Valdníðslan er svo mikil að maður trúir þessu ekki. Að þetta skuli vera að gerast við móður úr Grafarvogi.“ Þetta segir Karl Udo, maður Eddu Bjarkar Arnardóttur í samtali við Heimildina.
Edda er nú á leiðinni til Noregs til að bíða réttarhalda sem hún á yfir höfði sér. Til stendur að norsk yfirvöld sæki hana til saka fyrir að hafa flutt þrjá syni sína frá Noregi. En faðir drengjanna, sem fer með fullt forræði, er búsettur þar.
Karli blöskrar aðgerðir yfirvalda. „Þessi valdníðsla er ofboðsleg. Allt samfélagið logar út af þessu.“ Hann líkir aðgerðunum og aðstæðum við það sem tíðkast í alræðisríkjum. Norsk yfirvöld fái að gera það sem þeim sýnist og ríkissaksóknari einnig.
Skylda íslenskra stjórnvalda að grípa inn í
„Í dag er fullveldisdagur okkar Íslendinga. Að sjálfsögðu verða íslensk stjórnvöld að grípa inn í. Það er bara skylda þeirra,“ segir hann. „Hún þráir ekkert heitara en að vera …
Athugasemdir (10)