Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Valdníðslan er svo mikil að maður trúir þessu ekki“

Karl Udo, mað­ur Eddu Bjark­ar Arn­ar­dótt­ur, seg­ir það skyldu ís­lenskra stjórn­valda að grípa inn í mál Eddu. En hún verð­ur flutt til Nor­egs í dag vegna for­ræð­is­deilu við barns­föð­ur sinn.

„Valdníðslan er svo mikil að maður trúir þessu ekki“
Par Karl Udo ásamt Eddu Björk Arnardóttur. Mynd: Aðsend

„Valdníðslan er svo mikil að maður trúir þessu ekki. Að þetta skuli vera að gerast við móður úr Grafarvogi.“ Þetta segir Karl Udo, maður Eddu Bjarkar Arnardóttur í samtali við Heimildina.

Edda er nú á leiðinni til Noregs til að bíða réttarhalda sem hún á yfir höfði sér. Til stendur að norsk yfirvöld sæki hana til saka fyrir að hafa flutt þrjá syni sína frá Noregi. En faðir drengjanna, sem fer með fullt forræði, er búsettur þar.

Karli blöskrar aðgerðir yfirvalda. „Þessi valdníðsla er ofboðsleg. Allt samfélagið logar út af þessu.“ Hann líkir aðgerðunum og aðstæðum við það sem tíðkast í alræðisríkjum. Norsk yfirvöld fái að gera það sem þeim sýnist og ríkissaksóknari einnig. 

Skylda íslenskra stjórnvalda að grípa inn í

„Í dag er fullveldisdagur okkar Íslendinga. Að sjálfsögðu verða íslensk stjórnvöld að grípa inn í. Það er bara skylda þeirra,“ segir hann. „Hún þráir ekkert heitara en að vera …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Torfi Magnússon skrifaði
    Hún er ekki að berjast fyrir mínum börnum. Strikið okkur af listanum takk.
    0
    • Elín Erna Steinarsdóttir skrifaði
      Væri það hagur barnanna þinna ef þú værir framseldur frá börnunum til erlends ríkisins (fyrir það eitt að berjast fyrir að fá að hugsa um börnin þin) settur þar í öryggisfangelsi og meinað að hafa samband við þau nema einu sinni i viku? Flestir vilja ekki að börn þurfi að þola það.
      7
    • Torfi Magnússon skrifaði
      Fæstir vilja sjá staðreyndir málsins. Hún hefur. framið ótal lögbrot í þessari fáránlegu krossferð sinni. Af hverju er það bara í góðu lagi? Af hverju finnst fólki hún vera í rétti þegar hún rænir börnunum frá föður þeirra sem fer, skv. dómsúrskurði éinn með forræði drengjanna? Af hverju er það í lagi að hún beiti börnin og föður þeirra endalausu ofbeldi? Er það kannski einfaldlega vegna þess að hún er Karen í hysteríukasti og öskrar hæst?
      1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Ég þekki vel til í Noregi. Hversvegna var föðurnum dæmd forræði yfir börnunum?
    -1
    • Torfi Magnússon skrifaði
      Það er búið að dæma á báðum dómsstigum í báðum löndum. Kominn tími á að stoppa þessa viðbjóðslegu ofbeldishegðun gagnvart föður drengjanna og hún verði látin standa fyrir máli sínu.
      1
    • Torfi Magnússon skrifaði
      Hvað kemur það málinu við að þú "þekkir til" í Noregi?
      1
  • RE
    Regína Eiríksdóttir skrifaði
    Þetta mál minnir óneytanlega á mjög svartan þátt um barnaverndarmál í Noregi sem ég sá fyrir nokkrum árum. Vona að þetta fari börnunum í hag.
    5
    • ADA
      Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
      Ég sá þann þátt í NRK og þar kom fram að norska ríkið á langflest óafgreidd barnaverndarmál sem liggja fyrir Evrópudómstólnum.
      4
  • Axel Axelsson skrifaði
    þetta mál þarf að fara fyrir fjölskipaðan dóm þar sem íslenskur og norskur dómari dæma . . .
    2
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Það vantar eitthvað í þessa frásögn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár