Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall

Lag­fær­ing­ar á nú­ver­andi vegi og færsla hans norð­ur fyr­ir Vík er sá val­kost­ur sem Vega­gerð­in mæl­ir með við upp­bygg­ingu á Hring­veg­in­um um Mýr­dal. Jarð­göng myndu „af­ar ólík­lega“ standa und­ir sér með veg­gjöld­um og mik­il áhætta fæl­ist í nýj­um vegi um Vík­ur­strönd, sem er „af­ar út­sett“ fyr­ir ágangi sjáv­ar.

Vegagerðin mælir ekki með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall
Valkostur 4 Fyrri kosturinn sem Vegagerðin mælir með er valkostur 4: Lagfæringar á núverandi vegi og vegur fer norður fyrir Vík. Mynd: Vegagerðin/VSÓ

Vegagerðin setur fram sex valkosti að uppbyggingu Hringvegarins um Mýrdal í nýútkominni umhverfismatsskýrslu sinni. Færsla vegarins ofan af Gatnabrún og að ströndinni, jarðgöng í gegnum Reynisfjall og vegur um Víkurströnd hafa verið einna mest í umræðunni, reyndar árum saman, en sérstaklega síðustu misseri. Jarðgöng í Reynisfjalli eru enda á aðalskipulagi Mýrdalshrepps og í samgönguáætlun er gert ráð fyrir fjármagni til undirbúnings þeirra.

En þetta er ekki sá valkostur sem Vegagerðin mælir helst með. Með tilliti til hagkvæmni og umhverfisáhrifa telur stofnunin „rétt“ að mæla með því að gera lagfæringar á núverandi vegi en færa hann að hluta norður fyrir Víkurþorp. Þessir tveir kostir, merktir 4 og 4b í skýrslum Vegagerðarinnar, uppfylla að hennar mati markmið framkvæmdarinnar um bætt umferðaröryggi, greiðfærni og færslu Hringvegar út fyrir þéttbýli. Þeir eru auk þess mun ódýrari. Jarðgöng ein og sér myndu kosta tæpa 11 milljarða. Valkostir með göngum og nýjum vegum með ströndinni, m.a. um Víkurfjöru, myndu samkvæmt mati Vegagerðarinnar kosta 16-17 milljarða.

„Ströndin er afar útsett fyrir ágangi sjávar og mælingar gefa til kynna að öldur út fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim hæstu og orkumestu í heiminum.”
Úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar

Stofnunin bendir ennfremur á að gert sé ráð fyrir gjaldtöku í jarðgöng í gegnum Reynisfjall en að „afar ólíklegt“ sé að hún myndi standa undir framkvæmdakostnaði. „Í ljósi þess kostnaðar og áhættu sem fylgir valkostum sem fela í sér jarðgöng og veg um Víkurströnd, getur Vegagerðin ekki mælt með þeim á þessu stigi,“ segir í umhverfismatsskýrslunni.

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps telur það hins vegar ekki koma til greina að færa veginn fyrir ofan byggðina á Vík líkt og þeir kostir sem Vegagerðin hefur nú sett á oddinn fela í sér. Framtíðar byggingar- og útivistarsvæði séu í efri hluta bæjarins. Jarðgöng og vegur um Víkurfjöru eru sem fyrr sú leið sem sveitarstjórnin vill að vegurinn fari um.

Hæstu og orkumestu öldur í heimi

Áhættan sem Vegagerðin vísar til í rökstuðningi sínum fyrir að leggja áherslu á aðra kosti en jarðgöng og veg um Víkurfjöru, tengist ekki aðeins því að kostnaður yrði tvöfalt meiri, heldur fjörunni sjálfri og landbrotinu sem þar á sér stöðugt stað.

Með því að byggja veg „á svo útsettri strönd fyrir ágangi sjávar sem Víkurströnd er“ yrði tekin áhætta. „Töluverður munur er á því að verja byggð sem er í ákveðinni fjarlægð frá ströndinni saman borið við það að verja veg sem er í fjörunni.“ Bendir stofnunin á, máli sínu til stuðnings, að öldur úti fyrir suðurströnd Íslands séu með þeim „hæstu og orkumestu í heiminum“.

Kostnaður ólíkra valkostaÁætlaður stofnkostnaður í milljónum króna á verðlagi miðað við september 2022.

Ef vegur yrði lagður við Víkurströnd þyrfti að byggja umtalsverðar grjótvarnir meðfram honum og bæta við þriðja sandfangaranum svokallaða til að verja ströndina fyrir rofi. Mikil óvissa fylgi því að byggja innviði á svo útsettri strönd sem Víkurströnd og óljóst hvaða viðhaldsaðgerðir og framkvæmdir yrðu nauðsynlegar til að viðhalda vegi á þessu svæði í framtíðinni.

Ekki ráðlegt að byggja innviði á roffjöru

Danska straumfræðistöðin DHI var fengin til að meta rofmátt og stöðugleika strandarinnar. Af þeim niðurstöðum má sjá, að því er fram kemur í skýrslu Vegagerðarinnar, að almennt sé ekki talið ráðlegt að byggja nýja innviði á roffjöru. Ef til þess kæmi þyrfti að ráðast í umfangsmiklar sjóvarnir, bæði með gerð sandfangara sem og sjóvörnum sem liggja eftir fjörunni. „Þegar rofið milli sandfangaranna nær að sjóvörninni er alltaf hætta á að sandfjara verði að grjótfjöru.“

Allir valkostir sem Vegagerðin leggur mat á kæmu til með að fara um eða nálægt svæðum sem eru bundin verndarákvæðum eða öðrum takmörkunum á landnotkun. Vegur við ströndina myndi t.d. liggja nálægt Dyrhólaey sem var friðlýst m.a. vegna fuglavarps árið 1978. Þá er Dyrhólaós, sem einhverjir valkostanna færu um, á náttúruminjaskrá.

Allir valkostir fara hins vegar að einhverju leyti um vistkerfi og jarðmyndanir sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd, m.a. stöðuvötn, tjarnir, leirur, hella og fossa. Þessum jarðmyndunum og vistkerfum skal forðast að raska nema brýna nauðsyn beri til.

Að færa veginn niður að ströndinni myndi að mati Vegagerðarinnar hafa neikvæðari áhrif á umhverfið en aðrir kostir og á það við um flesta umhverfisþætti sem fjallað er um í umhverfismatsskýrslunni. Þeir kæmu til með að raska svæðum sem eru viðkvæm fyrir breytingum og vistkerfum, votlendi og leirum, sem njóta sérstakrar verndar laga um náttúruvernd. Þá myndu vistkerfi raskast sem hafa að geyma tegundir sem eru á válista og/eða eru friðlýstar. Einnig myndu þeir raska lífríki, einkum fuglalífi og brekkubobba, sem er sjaldgæf sniglategund hér á landi.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár