„Ég lifði á fjórum dollurum á mánuði í Venesúela. Getur einhver lifað á því einhvers staðar í heiminum. Einn kjúklingur kostar átta dollara,“ segir Ricardo Riad Antoun, 72 ára gamall Venesúelabúi, sem er einn af þeim rúmlega 60 hælisleitendum sem hefur búið í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur. Heimildin tók viðtal við hann í herbergi hans í húsinu sem hann deilir með ungum manni frá Venesúela sem er á hækjum og vill ekki koma í viðtal eða láta taka af sér mynd.
„Við þolum þetta ekki lengur sálfræðilega, við bara getum þetta ekki.“
Ricardo Riad mun þurfa að flytja úr húsinu á næstunni eftir að lögbann var sett á búsetu í því. „Þeir eru að reka okkur út. Við vitum ekki hvert við erum að fara af því við fáum ekki upplýsingar um …
Athugasemdir (1)