„Stjórnvöld ætla að reka okkur alla úr landi. Þeir vilja ekki hafa okkur hérna,“ segir 22 ára maður frá Venesúela sem býr í JL-húsinu. Hann vill ekki láta nafns síns getið vegna þess að hann er hræddur við að yfirvöld í Venesúela muni refsa honum ef hann verður sendur þangað.
Maðurinn, og allir aðrir íbúar hússins, þurfa að flytja úr JL-húsinu eftir að fjárfestirinn Skúli Gunnar Sigfússon í Subway fékk samþykkt lögbann á búsetu fólks í því. Skúli Gunnar rekur samlokustað á neðstu hæð þess og tók sýslumaðurinn í Reykjavík undir sjónarmið hans að JL-húsið sé atvinnuhúsnæði en ekki íbúðarhús.
„Þú sendir mig út í tómið, þú sendir mig út í dauðann“
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt mönnunum að þeir verði fluttir í annað húsnæði en ekki liggur fyrir hvert. Vinnumálastofnun mun …
Athugasemdir