Sýnt er að menning og afþreying haldi fólki á stöðum, þar sem menningin er rík er mannlífið lifandi. Þegar tilverugrundvöllur bæjar, lands eða borgar er í hættu, hvort sem er vegna stríðs eða náttúruhamfara, þá er mikilvægt að muna að staður lifir í menningu íbúanna.
List, íþróttir og fjölmenning
„Fyrst vorum við með Saltfiskssetur, húsið var aðsetur fyrir Saltfiskssetrið, fyrsta húsið sem var byggt undir safn á Íslandi, að mig minnir árið 2003,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, sem stýrir menningarhúsinu Kvikunni en hún hefur átt stóran þátt í að byggja starfsemina þar upp. Ólöf Helga hefur jafnframt verið þjálfari meistaflokks kvenna í körfubolta í Grindavík og sér gott færi í að samtvinna listir og íþróttir í menningu bæjarins.
„Ég kem inn þarna árið 2018 sem sumarstarfsmaður, nýkomin úr fæðingarorlofi og nýflutt heim frá Los Angeles, þar sem ég hafði verið í fatahönnunarnámi,“ útskýrir Ólöf Helga sem …
Athugasemdir