Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Veiðigjöld skila færri milljörðum í ríkissjóð en reiknað var með

Þeg­ar fjár­laga­frum­varp­ið var lagt fram í sept­em­ber var gert ráð fyr­ir því að veiði­gjöld á út­gerð­ir og fisk­eldi myndi skila rík­is­sjóði 12,2 millj­örð­um króna í tekj­ur á næsta ári. Sú tala hef­ur nú ver­ið end­ur­met­in og vænt­ar tekj­ur lækka um 1,9 millj­arða króna.

Veiðigjöld skila færri milljörðum í ríkissjóð en reiknað var með
Ráðherra Svandís Svavarsdottir kynnti breytingar á lagaumhverfi sjávarútvegs í samráðsgátt stjornvalda fyrir viku. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Tekjur ríkisins af veiðigjöldum á næsta ári hafa verið endurmetnar og eru nú áætlaðar 10,3 milljarðar króna. Það er 1,9 milljörðum króna lægri tekjur en reiknað var með að veiðigjöld myndu skila í kassann þegar fjárlagafrumvarp ársins 2024 var lagt fram í september.

Þetta kemur fram í endurmetinni áætlun fyrir tekjur ríkissjóðs sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur unnið fyrir aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið.

Í fjárlagafrumvarpinu var áætlað að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum myndu verða 12,2 milljarðar króna á árinu 2024. Þar af áttu 2,1 milljarður króna að falla til vegna verðmætagjalds af fiskeldi. Aukningin átti í senn að vera tilkomin vegna aukinnar framleiðslu en þó að mestu vegna hækkunar verðmætagjaldsins úr 3,5 í fimm prósent og samspils þeirrar hækkunar við sólarlagsákvæði sem sett var á við upptöku gjaldsins og rennur út í skrefum til ársins 2026. Veiðigjöld vegna veiðiheimilda, sem leggjast á útgerðir landsins, áttu svo að vera 10,1 milljarður …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár