Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?

Þing­mað­ur Flokks fólks­ins spurði for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi hvers vegna stjórn­völd beiti ekki með­al­hófi í framsali á ís­lensk­um rík­is­borg­ur­um?

Er markmiðið „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi“?
Meðalhóf? Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi, hvernig það mætti vera að íslensk stjórnvöld ákveði að framselja íslenskan ríkisborgara úr landi og út í það sem hann kallaði óvissuna í Noregi.

Tilefnið var mál Eddu Bjarkar Arnarsdóttur sem var handtekin í gær eftir að handtökuskipun var lögð á hana frá Noregi þar sem forsjárdeilur standa yfir milli hennar og fyrrverandi eiginmanns.

Tómas sagði markmið framsalsbeiðninnar vera það eitt „að tryggja að konan mæti fyrir dóm á tilteknum degi sem hefur ekki einu sinni verið ákveðinn.“

„Konan hefur lýst því yfir að hún hugðist mæta í dómsal þegar þar að kæmi hvort sem er. Nú á þessari stundu þarf hún að dúsa í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði. Það getur vel verið að konan þurfi að dvelja í gæsluvarðhaldi í Noregi fram eftir næsta ári vegna þess að dómstólar eru ekki alltaf fljótir að setja mál á dagskrá. Ofan á allt eru að koma jól. Hvers vegna beita stjórnvöld ekki meðalhófi við framsal eigin þegna?“ spurði Tómas. 

Í svari Katrínar sagðist hún ekki vera með neinar nákvæmar upplýsingar um þetta mál umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Hún telur að framsalið byggist á framsalssamningi milli Noregs og Íslands. Löggæslan á Íslandi sé bundin framsalssamningum og beri því að fylgja slíkum reglum. Hún tekur undir að það sé mikilvægt að huga að hagsmunum barnanna. 

Edda Björk var handtekin í gær eftir að handtökuskipun var lögð fram gegn henni frá Noregi þar sem forsjárdeilur standa yfir milli hennar og fyrrverandi eiginmanns. Fer faðir drengjanna einn með forsjána en Edda kom með drengina til Íslands fyrir ári síðan án hans vitundar. Í lok júlí í ár óskaði lögreglan í Noregi eftir að Edda yrði framseld til Noregs til að vera viðstödd réttarhöld um forsjármál drengjanna. Situr nú Edda í gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði og bíður eftir framsali til Noregs.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Ánæjulegt að Tommi skuli rumska.Förum að lögum og breitum þeim sem eru ekki nógu góð
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ég er alls ekki að taka neina afstöðu til eða frá í þessu sorglega máli.
    En mér er mynnisstætt þega saksóknari Namibíu fór fram á framsal á glæpa hyski samherja mútursamstæðunar.
    Þá stóð ekki á svörum ríkisÓstjórnarinnar.
    Við framseljum ekki „íslenska“ ríkisborgara til annara landa.
    Er hér ekki mikill tvískinnungur í gangi og mismunun ?
    5
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að blessuð konan skuli vera meðhöndluð sem einhver glæpamaður!
    Getur verið að eitthvað mikið sé að í samskiptum frændþjóða?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Aðalsteinn Kjartansson
6
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár