Þegar Katla gaus árið 1918 ruddist milljarður rúmmetra af sandi fram og myndaði m.a. Kötlutanga. Í miðri þessari stóru sandauðn stendur Hjörleifshöfði eins og eyja. Eigendur hans í dag, þessa tilkomumikla náttúrufyrirbæris, stofnuðu fyrir áratug fyrirtækið LavaConcept Iceland ehf. og hófu rannsóknir á sandinum með það í huga að skapa úr honum verðmæti, líkt og segir í nýútgefinni matsskýrslu áformaðrar framkvæmdar sem snýst um að flytja hundruð þúsunda tonna af sandinum úr fjörunni sunnan höfðans til Þýskalands.
Frá því að Kötlutangi myndaðist hefur hann stöðugt verið að ganga til baka. Landbrot á þessu svæði er mikið og segja framkvæmdaaðilar að nú sé strandlínan farin að nálgast mjög þá stöðu sem hún var í árið 1904. „Hyggst framkvæmdaraðili,“ segir í matsskýrslunni, „nýta sandinn og gera verðmæti úr honum áður en hann hverfur endanlega“.
LavaConcept hefur þegar gert samning við þýska kaupendur á sandinum og yrði hann notaður til sandblásturs. Til stendur …
Athugasemdir (5)