Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Absentía vaknar

Þetta er ein frum­leg­asta og fyndn­asta ljóða­bók sem ég hef les­ið lengi um sér­kenni­lega penna­vini, en um leið á sinn hátt ein­læg og fal­leg mynd um bælda Reyk­vík­inga á öld­inni sem leið. Það mætti líka skrifa miklu myrk­ari bók um sama efni, þar sem völd fólks í kerf­inu til rit­skoð­un­ar hafa háska­legri af­leið­ing­ar, það væri syst­ur­bók þess­ar­ar sem mætti vel óska sér næstu jól.

Absentía vaknar
Bók

Anatómía fisk­anna

Höfundur Sölvi Björn Sigurðsson
Sögur útgáfa
112 blaðsíður
Niðurstaða:

Frumleg og launfyndin bók um hið hverfandi listform smáauglýsingarinnar, en líka saga um hvernig ljóðrænn texti getur vakið fólk til lífsins, um það hvernig brynja póstburðarkonu molnar og ljóðskáldið Absentía vaknar.

Gefðu umsögn

Ljóð og leikrit hefur lengi verið sérstakur flokkur í Bókatíðindum, líklega til að hafa leikritin einhvers staðar, þau koma jú sárafá út á prenti. En Anatómía fiskanna á heima báðum megin. Þessi ljóðsaga er hálfgert leikrit sem gerist í Reykjavík ársins 1937 og hér kveðast þau Guðmundur Hafsteinsson og Absentía Valsdóttir á, en með nokkuð sérstökum formerkjum.

Guðmundur er fastagestur á Glóðurauganu, alræmdri knæpu, sem Absentía lýsir svo: „Útlagabörn samfélagsins þurfa sér áningarstað líkt og aðrir.“ Þar hittir Guðmundur Absentíu ásamt stjörnuspekingnum Bjartelfi Karlsdóttur, vinkonu hennar. En Guðmundur stundar það að senda ljóðrænar smáauglýsingar til mannlífsblaða, sem Absentía ritskoðar sem starfsmaður póstþjónustunnar.

Ástæður ritskoðunar eru margvíslegar og stundum þarf að geta í eyður, sem er sjaldnast erfitt, en hverri einustu smáauglýsingu/ljóði fylgja svo skýringar Absentíu fyrir höfnuninni. Þannig kveðast þau á í gegnum bókina, hún er í raun hans eini lesandi – og Guðmundur veit það sjálfsagt.

Þetta verður leikur, leikur að því að komast í gegnum nálarauga ritskoðunarinnar, en ekki síður Guðmundur að stríða Absentíu, daðra jafnvel. Þetta er líka ástarþríhyrningur, í upphafi er hann í skammlífu sambandi við Bjartelfi – og óljóst hvort Absentía er afbrýðisöm út í Guðmund að stela frá sér vinkonunni eða afbrýðisöm út í vinkonuna út af Guðmundi.

Framan af eru hafnanir Absentíu nokkuð formlegar, en hægt og rólega fer brynjan að molna, umvöndunartónninn minnkar og meðaumkvunin og jafnvel væntumþykjan gagnvart Guðmundi kemur betur og betur í ljós. Eina stundina er hún reið: „Þessi rauðmagasonur og skötuselur má sökkva í sitt djúp og deyja af þangælu áður en þessi auglýsing verður birt.“ En svo þykir henni líka lúmskt vænt um hann. „Þetta hljómar eins og þetta sé fallegt. En er þetta efni í smáauglýsingu? Mér er umhugað um fjárhag Guðmundar H. og kysi fremur að hann fengi greitt fyrir birtingu á slíku en að greiða fyrir hana sjálfur.“

Hvort hann raunverulega sé sá ógæfumaður sem Absentía lýsir er óljóst, en það skiptir ekki öllu máli. Mestu skiptir að ljóðið – í dulargervi smáauglýsinga – nær að klekkja á kerfinu, síast hægt og rólega inn í ferköntuð hjörtu.

„Þetta er ein frumlegasta og fyndnasta ljóðabók sem ég hef lesið lengi“

Um leið sjáum við hægt og rólega kjarnyrta sköpunargáfu Absentíu sjálfrar blómstra, ljóð Guðmundar eru sum ágæt en galdurinn er fyrst og fremst í þessum stórkostlegu tilsvörum hinnar orðheppnu póstburðarkonu. Hún er einfaldlega drepfyndin á sinn þurra og skrifstofulega hátt – eða öllu heldur: hún reynir að vera þurr skriffinnskufrú, en það gengur bara verr og verr.

Hvaða lesandi er Absentía svo? Er hún fúllyndi gagnrýnandinn? Eða kannski útgefandinn sem vill alls ekki gefa út einhverjar helvítis ljóðabækur? Er hún Hantja, pappírsförgunarmaður Hrabals í Alveg glymjandi einvera, sem les allt sem hann fargar?

Það eru snertifletir þarna, en Absentía er þó fyrst og fremst lesandinn sem þykist hata ljóð, en reynist svo vera ljóðmælt og næm sjálf, þótt hún beri það ekki á torg. Þetta er saga um hvernig dropinn, smáauglýsingin og ljóðið hola steininn, um hvernig trójuhestur smáauglýsinganna vekur tilfinningalíf póstburðarkonu úr dvala.

Ég efast ekki um að strax árið 1937 hafi einhverjir verið byrjaðir að tala um dauða ljóðsins – en það væri gaman að vita hvort þá hefði grunað að tæpri öld síðar væru smáauglýsingarnar og mannlífsblöðin að mestu horfin en ljóðið væri enn sprelllifandi. Hér minnir ljóðið okkur á að þessi form fortíðar gátu vel borið í sér óvænta og skemmtilega ljóðrænu og því rétt að muna að standa vörð um smáauglýsingarnar.

Þetta er ein frumlegasta og fyndnasta ljóðabók sem ég hef lesið lengi um sérkennilega pennavini, en um leið á sinn hátt einlæg og falleg mynd um bælda Reykvíkinga á öldinni sem leið. Það mætti líka skrifa miklu myrkari bók um sama efni, þar sem völd fólks í kerfinu til ritskoðunar hafa háskalegri afleiðingar, það væri systurbók þessarar sem mætti vel óska sér næstu jól.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár