Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

JBT býður mörg hundruð milljarða í Marel og vill taka yfir félagið

Við­skipta­stríð­ið um yf­ir­ráð yf­ir Mar­el tók á sig nýja mynd í nótt þeg­ar fé­lag­inu barst óskuld­bind­andi yf­ir­töku­til­boð. Nú hef­ur ver­ið greint frá því að sá sem ætl­ar að taka yf­ir Mar­el er JBT, sem er með höf­uð­stöðv­ar í Chicago. Til­boð JBT er upp á 482 krón­ur á hlut, eða tæp­lega 38 pró­sent yf­ir dags­loka­gengi gær­dags­ins.

JBT býður mörg hundruð milljarða í Marel og vill taka yfir félagið
Stærstir í stærsta eigandanum Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, sem var forstjóri Marel í áratug, eru saman stærstu eigendur Eyris Invest, sem er stærsti eigandi Marel. Mynd: Marel

Klukkan fjögur í nótt var birt tilkynning í Kauphöll Íslands um að Marel, næst verðmætasta félaginu í Kauphöll Íslands, hefði borist óskuldbindandi yfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. 

Í tilkynningunni kom ekki fram hver hafi sett fram þessa yfirlýsingu en þar sagði að henni fylgi „óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7 prósent hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.“ Eyrir Invest er langstæsti einstaki eigandi Marel.

Ekkert kemur fram um hvaða gengi hið óskuldbindandi yfirtökutilboð miðar við en markaðsvirði Marel í lok dags í gær var 264,5 milljarðar króna.

Í tilkynningunni sagði að Marel muni „fara yfir og meta framangreinda óskuldbindandi viljayfirlýsingu af kostgæfni með hliðsjón af langtímahagsmunum félagsins og allra hluthafa þess. Ekki liggur fyrir nein vissa um hvort umrædd yfirlýsing muni leiða til formlegs skuldbindandi yfirtökutilboðs, eða skilmála þess.“

Klukkan 10:20 birtist svo önnur tilkynning þar sem fram kemur að það sé John Bean Technologies Corporation (JBT), sem er stór alþjóðleg matvælaframleiðslusamstæða með höfuðstöðvar í Chicago í Bandaríkjunum, sem hafi lagt fram tilboðið. Þar kemur fram að um valfrjálst yfirtökutilboð sé að ræða sem „verði aðeins sent að undangenginni ásættanlegri niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og stjórnarsamþykki JBT.“

Þá kemur fram að mögulegt valfrjálst yfirtökutilboð JBT, þegar og ef það verður lagt fram, verði háð eftirfarandi fyrirvörum:

  1. Samþykki viðeigandi eftirlitsaðila
  2. Samþykki hluthafa JBT
  3. Að a.m.k. 90 prósent hluthafa Marel samþykki tilboðið

Dagslokagengi bréfa í Marel í gær var 350 krónur á hlut. Tilboð JBT er upp á 482 krónur á hlut, eða tæplega 38 prósent yfir dagslokagengi gærdagsins, fyrir allt útistandandi hlutafé í Marel. Tillaga JBT að verðmati er byggð á þeirri forsendu að útistandandi hlutir séu 754 milljónir og staða áhvílandi lána nemi 827 milljónum evra. Gengi bréfa í Marel hefur rokið upp í Kauphöllinni í morgun eftir tilkynningarnar, en sem stendur nemur hækkunin tæpum 29 prósentum.

Óskuldbindandi viljayfirlýsingin gerir ráð fyrir að 25 prósent af endurgjaldinu verði greitt með reiðufé og 75 prósent verði í formi hlutabréfa í JBT. „Það kemur jafnframt fram að hluthafar Marel muni eiga u.þ.b. 36 prósent af hlutum í JBT eftir möguleg viðskipti. Engar frekari upplýsingar koma fram eða liggja fyrir um gengi hluta í JBT eða hugsanlegt skiptigengi.“

Stríðið um Marel

Heimildin fjallaði ítarlega um stríðið sem geisar um yfirráð yfir Marel í síðustu viku. Þar kom meðal annars fram að feðgarnir Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon, sem eru stærstu eigendur Eyris Invest, teldu einn stærsta banka lands­ins, Arion banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. 

Liður í þeirri fléttu hefði verið að leysa til sín hluta af eign Árna Odds, sem er var forstjóri Marel í áratug en var knúinn til að segja af sér í byrjun mánaðar, í Eyri Invest. Ásakanir liggja fyrir gagnvart Arion banka þess efnis að bankinn hafi átt í samræðum við áðurnefnd fjárfestingarfélög um að kaupa þá hluti áður en gengið var frá veðkalli gagnvart Árna Oddi, en það var gert eftir að veðþekja lána hans fór undir 150 prósent. Arion banki hefur staðfastlega neitað því að hafa átt í slíkum samræðum, bæði fyrir og eftir að veðkallið var framkvæmt. 

Þá hafa erlendir sjóðir verið að skoða það um tíma að taka yfir Marel. Ein þeirra leiða sem þeir hafa verið með til skoðunar er að reyna að kaupa hlut Eyris og annars stórs hluthafa og mynda með því yfirtökuskyldu í félaginu.

Þá hafði Árni Oddur átt í beinum viðræðum við stóran íslenskan aðila um aðkomu að Marel áður en að veðkallinu kom. Sá aðili er Samherja-samstæðan. 

Við veðkallið fór hlutur feðganna í Eyri Invest – Þórður hafði lána hluta af sinni eign sem veð fyrir lánum Árna Odds – niður í 29 prósent en deilur standa um þau 9,3 prósent sem Arion banki segist halda á en hefur ekki gert upp við feðgana eins og lánasamningur og lög segja til um.

Sagði af sér og fór í greiðslustöðvun

Árni Oddur telur Arion banka ekki hafa hagað sér í góðri trú og telur sig hafa sett fram nægjanleg ný veð til að hafa staðið við þá lánasamninga sem bankinn ákvað að gjaldfella. Við það telur hann að veðþekjan hafi farið yfir 200 prósent, sem lánasamningurinn krafðist að hún yrði, og þar með gæti Arion banki ekki leyst til sín bréf hans. Bankinn var ósammála.

Í kjölfar veðkallsins sagði Árni Oddur af sér sem forstjóri Marel og bað um greiðslustöðvun. Í tilkynningu sagði Árni Oddur að greiðslustöðvunin væri vegna „þeirrar réttaróvissu sem skapast hefur vegna aðgerða Arion banka, sem leyst hefur til sín hluta hlutabréfa minna í Eyri Invest, leiðandi fjárfestis í Marel, þrátt fyrir að ákvæðum langtímalánasamnings við bankann hafi verið fullnægt.“ 

Greiðslustöðvun Árna Odds var fengin fram með dómsúrskurði. Hún var veitt til þriggja vikna og rennur því út 28. nóvember næstkomandi. Á þeim tíma verður kannað hvaða eignir séu til staðar hjá Árna Oddi og hvaða skuldir, og hvort eignirnar dugi fyrir skuldunum.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár