Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kallar samning HSÍ við Arnarlax „hneyksli“ og segir hann sýna „stórkostlegan dómgreindarskort“

HSÍ greindi í dag frá því að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax væri orð­ið eitt af bak­hjörl­um sam­bands­ins. Guð­mund­ur Þórð­ur Guð­munds­son, far­sæl­asti þjálf­ari ís­lenska hand­bolta­lands­liðs­ins frá upp­hafi seg­ir að hann hefði aldrei sam­þykkt að bera slíka aug­lýs­ingu frá „þessu fyr­ir­tæki sem vill nýta sér ís­lenska lands­l­ið til að lappa upp á dap­ur­lega ímynd sína.“

Kallar samning HSÍ við Arnarlax „hneyksli“ og  segir hann sýna „stórkostlegan dómgreindarskort“
Hörð gagnrýni Guðmundur Þórður tók við þjálfun karlalandsliðs Íslands í þriðja sinn á ferlinum í febrúar 2018 og sinnti því þangað til í febrúar síðastliðinn þegar hann hætti störfum. Mynd: Sven Mendel/Wikipedia

„Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar.“ Þetta segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands sem stýrði liðinu meðal annars til silfurverðlauna á ólympíuleikunum sumarið 2008, í Facebook-færslu sem birtist í dag. Tilefnið er nýtt samkomulag milli Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) og laxeldisfyrirtækisins Arnarlax um að það síðarnefnda verði einn af bakhjörlum HSÍ að minnsta kosti til næstu þriggja ára. 

FærslaÞetta skrifaði Guðmundur Þórður Guðmundsson á Facebook í dag.

Í tilkynningu sem birtist á vef Arnlarlax vegna þessa er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, að það sé mikið fagnaðarefni fyrir sambandið að skrifa undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. „Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðarsveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt.“

Þar segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, að fyrirtækið viti „að handbolti er stór hluti af íslensku íþróttalífi og við gætum ekki verið stoltari en að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem HSÍ er á. Áfram Ísland!“

Guðmundur Þórður vísar til þess í færslu sinni að Arnarlax var nýverið sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. „Arnarlax sýndi þar fullkomið og vítavert aðgæsluleysi til skaða fyrir íslenska náttúru. Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu.“

Sektað í fyrra

Í nóvember í fyrra sektaði Matvælastofnun Arnarlax um 120 milljónir króna vegna þess að fyrirtækið tilkynnti ekki um strok á eldislöxum úr sjókví í Arnarfirði sem gat fannst á í ágúst árið 2021. MAST hafði aldrei áður sektað laxeldisfyrirtæki vegna slysasleppingar hér á landi. 

Í upplýsingagjöf norska fyrirtækisins, Salmar AS, í ársreikningi fyrir 2022 er þessi sekt ekki nefnd sérstaklega í yfirliti um sektargreiðslur þess og ekki er minnst á það að fyrirtækið veit ekki hvað um varð um tæplega 82 þúsund eldislaxa sem voru í kvínni. 

Eins og annar af fyrirrennurum Heimildarinnar, Stundin, greindi frá í fyrra þá voru eldislaxar sem veiddust í Mjólká í Arnarfirði raktir til Arnarlax. Í yfirliti yfir brot Salmar á lögum og reglum í Noregi og á Íslandi, sem og sektargreiðslum fyrirtækisins, kemur fram að fyrirtækið hafi engin brot framið og að það hafi greitt 0 krónur í sektir á Íslandi í fyrra. 

Í ársreikningi Salmar, sem á rúmlega 50 prósenta hlut í Arnarlaxi, segir enn fremur um þetta: „SalMar er með það að markmiði að enginn eldislax sleppi hjá fyrirtækinu og tekur öll slík tilfelli alvarlega. Árið 2022 voru tvö slík tilfelli í Noregi og ekkert á Íslandi. Samtals sluppu 11 laxar úr sjókvíum okkar í Noregi og á Íslandi, sem þýðir að minna en 0,00002 prósent allra laxa sem SalMar var með í sjókvíum sínum.“

Mikil andstaða við starfsemina

Arnarlax stundar laxeldi í sjókvíum. Hlutfall þeirra sem eru andvíg laxeldi í sjókvíum við Ísland hefur vaxið um 50 prósent á síðustu tveimur árum; farið úr 46 prósent í ágústkönnun Maskínu 2021 í 69 prósent í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi í þessum mánuði. 

Í ágúst 2021 voru 23 prósent svarenda hlynnt laxeldi í sjókvíum en það hlutfall er nú komið niður í tíu prósent. Þetta kom fram í nýbirtri könnun sem Maskína gerði á afstöðu landsmanna til laxeldis. 

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins reyndust líklegastir til þess að segjast hlynntir laxeldi í sjókvíum en samt voru einungis 21 prósent þeirra hlynntir því. Kjósendur Samfylkingarinnar reyndust hvað andvígastir en 85 prósent þeirra sögðust andvígir laxeldi í sjókvíum við Ísland. 

Heimildin birti nýverið myndbönd frá Veigu Grétarsdóttur, kajakræðara og náttúruverndarsinna, sem sýndu lús- og bakteríuétna laxa í sjókvíum Arctic Fish í Tálknafirði. Myndböndin vöktu hörð viðbrögð. Hægt er að sjá eitt þeirra hér að neðan. 

Veiga Grétarsdóttir
Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Ótrúlega hugsunarlaus og galið.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Handboltinn er ljótur slagsmálaleikur og er engan veginn til fyrirmyndar sem íþrótt. 'i minum huga er þetta bara iðnaður sem nýtur óeðlilegs stuðning yfirvöldum. Rifja má upp að Ísraelska greiðslumiðnunarfyrirtækið er blóðmjólkar íslenskan almenning styrkir einnig þennan boltaiðnað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár