Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Peningar sem geymdir eru í aflandsfélögum á eynni Tortóla, í Breska jómfrúareyjaklasanum, eru látnir streyma til kýpverskra félaga til að fjármagna byggingu lúxusíbúða á Spáni. Eignir sem seldar hafa verið fyrir meira en 150 milljónir króna hver. Þrjár konur eru lykilleikendur í þessum fasteignaverkefnum sem virðast eiga fátt sameiginlegt. Þær eru þó allar eiginkonur fyrrverandi stjórnenda Kaupþings banka, sem ýmist fengu þunga fangelsisdóma eða voru dæmdir til að greiða skaðabætur eftir að bankinn féll með látum haustið 2008 eins og hinir íslensku viðskiptabankarnir. 

Þetta eru þær Anna Lísa Sigurjónsdóttir, eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings; Lovísa María Gunnarsdóttir, eiginkona Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg; og Þórhildur Einarsdóttir, eiginkona Steingríms P. Kárasonar, fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Saman hafa þær átt nokkur félög sem skráð hafa verið á Tortóla, Kýpur, Danmörku og Spáni. Og um þessi félög hafa hundruð milljóna króna streymt sem hagnaður og lán. 

Þetta sýna gögn …

Kjósa
104
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það er ekki upp á ríkisÓstjórnina logið!
    Engin vilji né metnaðu til að ransaka, koma í veg fyrir og eða lögsækja svokallað hvítflibba glæpa hyski, enda er búið að gelda allar eftirlitstofnanir og kom þar fyrir já mannleysum flokkana.
    Hér grasserar svo mikil spilling að ítalska mafían er græn af öfund út í þær íslensku með stærstu skipulögðu glæpasamtök Íslands, sjálfstæðisflokksins sem fara þar fremstir í flokki í allri spillinguni ☻g þar sem Don bjarN1 benediktsson er foringinn yfir öllu hyskinu.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Slæmt, að íslensk stjórnvöld hafi ekki bolmagn, og hugsanlega ekki heldur nægan vilja, til að ráðast í þessi mál. Hver veit hverjir njóta góðs af þessu öllu?
    3
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Hafa nægt bolmagn en öngvan vilja. Hefur verið margsannað hversu auðvelt er að ná í gögnin.
      5
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    Afætur og græðgin skín úr andlitum
    6
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Spillingin í hæstu hæðum og kerlingarnar ekkert betri, en eiginmennirnir.
    7
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    https://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir_afskriftir_fyrirt%C3%A6kja_%C3%AD_kj%C3%B6lfar_efnahagshrunsins_2008
    4
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Þið vitið hverjir það voru sem ollu hruninu á Íslandi 2008 er það ekki? Fjárglæframennirnir sem földu fé sitt á Tortóla á meðan íslenskum almenningi blæddi, börn urðu fátæk og margir misstu húsnæði sitt.

    Hversu margir Íslendingar kenndu Jóhönnu Sigurðardóttur um eymdina? Það má vel vera að hún hefði getað gert allt öðruvísi, við skulum ekki gleyma því að fjármálaráðherra var Steingrímur Joð Sigfússon var fjármálaráðherra í ríkisstjórn JS. Í mínum huga er maðurinn háll sem áll og séstakt rannsóknarefni fyrir mannfræðiinga,

    Spillingin á Íslandi er orðin að umfjöllunarefni víða, stjórnvöld undir forystu Katrínar Jakobsdóttur ættu að vera í tugthúsi.

    Áróðurinn er grímulaus, verkafólk sem berst fyrir því að fá laun sem duga fyrir brýnustu nauðsynjum, eldirborgarar sem berjast fyrir því að vera ekki rændir upp á hvern dag eru ástæða verðbólgu og þeim er nær að stilla kröfur sína í hóf, annars kemur seðlabankastjóri og hækkar vexti enn meira. Lækka frekar en að hækka veiðigjöld, selja erlendum auðjöfrum aðgang að íslenskum náttúruauðlindum þar sem þeir menga og raka saman peningum sem þeir fara með úr landi. Ég gæti setið í allan dag og skrfiað um glæpaverk ríkisstjórnar Katrínu Jakobsdóttur, en ég ætla að láta mér duga að að formæla þessum Kaupþingskonum sem hafa það í sér að halda áfram þar sem frá var horfið. þ.v.s. eiginmenn þeirra sem í boði ríkisstjórnar settu mörg börn á götuna.

    Helvítis fokking fokk!
    21
    • HR
      Hilmar Ragnarsson skrifaði
      Ekki má gleyma að Kaupþingsmenn fengu hvað mestar afskriftir bankalána, en Bjarni Ben kom í veg fyrir að peningarnir sem þeir komu undan í skattaskjólum yrðu eltir uppi. Þetta þarf allt að rannsaka miklu betur svo og hvernig hann, vinir og vandamenn komust undan með milljarða úr sjóði 9 hjá Glitni á gjaldþrotsdegi. Spilling í hæstu hæðum og glæpamenn leika enn lausum hala.
      15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Leyndarmál Kýpur

Kýpurfélag Lovísu sem tók yfir Tortólaeignir fjárfesti í breskum hjúkrunarheimilum
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur­fé­lag Lovísu sem tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir fjár­festi í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um

Sama fé­lag og tók yf­ir Tor­tóla­eign­ir Lovísu Maríu Gunn­ars­dótt­ur, eig­in­konu Magnús­ar Guð­munds­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Kaupþings í Lúx­em­borg, slóst í hóp með Baldri Guð­laugs­syni, fyrr­ver­andi ráðu­neyt­is­stjóra, og Annie Mist Þór­is­dótt­ur Cross­fit-stjörnu og keypti ráð­andi hlut í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Kýpur hunsar ódæðisverk Rússa og þvingunaraðgerðir Vesturlanda til að skýla auðæfum ólígarka
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Kýp­ur huns­ar ódæð­isverk Rússa og þving­un­ar­að­gerð­ir Vest­ur­landa til að skýla auðæf­um ólíg­arka

Rann­sókn­in Leynd­ar­mál Kýp­ur, leidd af al­þjóð­leg­um sam­tök­um rann­sókn­ar­blaða­manna ICIJ, af­hjúp­ar hvernig Kýp­ur hef­ur knú­ið pen­inga­vél stjórn­valda í Kreml með því að flytja fjár­magn fyr­ir auð­kýf­inga, harð­stjóra og glæpa­menn, þar með tal­ið eft­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár