Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðuneytið veit ekki hvort skattafsláttur skilaði auknum tekjum til almannaheillafélaga

Fyr­ir tveim­ur ár­um var ákveð­ið að veita ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um skattafslátt upp að ákveð­inni upp­hæð vegna fram­laga til al­manna­heilla­fé­laga. Alls nam skattafslátt­ur til ein­stak­linga 4,8 millj­örð­um króna í fyrra. Tekju­hærra fólk fékk meira af hon­um en tekju­lægri.

Ráðuneytið veit ekki hvort skattafsláttur skilaði auknum tekjum til almannaheillafélaga
Skattafsláttur Einstaklingur sem styður til að mynda uppáhalds knattspyrnufélagið sitt, og gefur félaginu 350 þúsund krónur, fær upphæðina að öllu leyti endurgreidda úr ríkissjóði í formi skattaafsláttar. Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Þann 5. október síðastliðinn var birt tilkynning á vef stjórnarráðsins þar sem sagði að 96 þúsund einstaklingar hefðu nýtt sér skattahvata til að styðja við almannaheillafélög á árinu 2022. Í tilkynningunni var haft eftir Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, að það væri „gríðarlega ánægjulegt að sjá hve margir hafa nýtt úrræðið til að láta gott af sér leiða með stuðningi við almannaheillafélög, án milligöngu hins opinbera. Skilaboðin til þeirra sem sinna almannaheillastarfsemi eru skýr; fólk kann að meta störf þeirra.“

Alls drógu einstaklingar 4,8 milljarða króna frá tekjustofni sínum í fyrra vegna slíkra framlaga og í heild námu framlög þeirra og fyrirtækja til almannaheillafélaga 6,6 milljörðum króna.

Sú tekjutíund sem fékk mestan skattafslátt vegna framlaga til almannaheillafélaga í fyrra var sú sem þénaði mest á því ári. Þau tíu prósent landsmanna sem höfðu hæstar tekjur á árinu 2022 fengu alls 16,4 prósent af þessum skattafslætti. Þrjár efstu tekjutíundirnar fengu …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst þessu hálfpartinn snúið á haus. Margt af því sem er að finna á almannaheilllaskrá er náskylt starfsemi sem við greiðum með sköttunum okkar og sumt er beinlínis til komið vegna vanfjármögnunar af hálfu ríkisins. Dæmi um það eru hin ýmsu heilsutengdu samtök (Krabbameinsfélagið, Hjartavernd osfrv.) og einnig ýmis starfsemi í menningar- og menntageiranum. Einnig má nefna hinn risavaxna björgunargeira en sú starfsemi mundi víða erlendis vera fjármögnuð af opinberum aðilum að verulegu leyti. Mér finnst eiginlega til bóta að ég geti beint hóflegum hluta af sköttunum mínum til góðra mála sem ég ber fyrir brjósti.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár