Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðuneytið veit ekki hvort skattafsláttur skilaði auknum tekjum til almannaheillafélaga

Fyr­ir tveim­ur ár­um var ákveð­ið að veita ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um skattafslátt upp að ákveð­inni upp­hæð vegna fram­laga til al­manna­heilla­fé­laga. Alls nam skattafslátt­ur til ein­stak­linga 4,8 millj­örð­um króna í fyrra. Tekju­hærra fólk fékk meira af hon­um en tekju­lægri.

Ráðuneytið veit ekki hvort skattafsláttur skilaði auknum tekjum til almannaheillafélaga
Skattafsláttur Einstaklingur sem styður til að mynda uppáhalds knattspyrnufélagið sitt, og gefur félaginu 350 þúsund krónur, fær upphæðina að öllu leyti endurgreidda úr ríkissjóði í formi skattaafsláttar. Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Þann 5. október síðastliðinn var birt tilkynning á vef stjórnarráðsins þar sem sagði að 96 þúsund einstaklingar hefðu nýtt sér skattahvata til að styðja við almannaheillafélög á árinu 2022. Í tilkynningunni var haft eftir Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, að það væri „gríðarlega ánægjulegt að sjá hve margir hafa nýtt úrræðið til að láta gott af sér leiða með stuðningi við almannaheillafélög, án milligöngu hins opinbera. Skilaboðin til þeirra sem sinna almannaheillastarfsemi eru skýr; fólk kann að meta störf þeirra.“

Alls drógu einstaklingar 4,8 milljarða króna frá tekjustofni sínum í fyrra vegna slíkra framlaga og í heild námu framlög þeirra og fyrirtækja til almannaheillafélaga 6,6 milljörðum króna.

Sú tekjutíund sem fékk mestan skattafslátt vegna framlaga til almannaheillafélaga í fyrra var sú sem þénaði mest á því ári. Þau tíu prósent landsmanna sem höfðu hæstar tekjur á árinu 2022 fengu alls 16,4 prósent af þessum skattafslætti. Þrjár efstu tekjutíundirnar fengu …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst þessu hálfpartinn snúið á haus. Margt af því sem er að finna á almannaheilllaskrá er náskylt starfsemi sem við greiðum með sköttunum okkar og sumt er beinlínis til komið vegna vanfjármögnunar af hálfu ríkisins. Dæmi um það eru hin ýmsu heilsutengdu samtök (Krabbameinsfélagið, Hjartavernd osfrv.) og einnig ýmis starfsemi í menningar- og menntageiranum. Einnig má nefna hinn risavaxna björgunargeira en sú starfsemi mundi víða erlendis vera fjármögnuð af opinberum aðilum að verulegu leyti. Mér finnst eiginlega til bóta að ég geti beint hóflegum hluta af sköttunum mínum til góðra mála sem ég ber fyrir brjósti.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár