Þann 5. október síðastliðinn var birt tilkynning á vef stjórnarráðsins þar sem sagði að 96 þúsund einstaklingar hefðu nýtt sér skattahvata til að styðja við almannaheillafélög á árinu 2022. Í tilkynningunni var haft eftir Bjarna Benediktssyni, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, að það væri „gríðarlega ánægjulegt að sjá hve margir hafa nýtt úrræðið til að láta gott af sér leiða með stuðningi við almannaheillafélög, án milligöngu hins opinbera. Skilaboðin til þeirra sem sinna almannaheillastarfsemi eru skýr; fólk kann að meta störf þeirra.“
Alls drógu einstaklingar 4,8 milljarða króna frá tekjustofni sínum í fyrra vegna slíkra framlaga og í heild námu framlög þeirra og fyrirtækja til almannaheillafélaga 6,6 milljörðum króna.
Sú tekjutíund sem fékk mestan skattafslátt vegna framlaga til almannaheillafélaga í fyrra var sú sem þénaði mest á því ári. Þau tíu prósent landsmanna sem höfðu hæstar tekjur á árinu 2022 fengu alls 16,4 prósent af þessum skattafslætti. Þrjár efstu tekjutíundirnar fengu …
Athugasemdir (1)