Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ný rannsókn: Sparkað í höfuð og kvið blóðmera

Þýsk og sviss­nesk dýra­vernd­un­ar­sam­tök, sem af­hjúp­uðu illa með­ferð fylfullra hryssa í heim­ild­ar­mynd ár­ið 2021, segja flest mál varð­andi vel­ferð dýr­anna enn til stað­ar í blóð­mera­haldi á Ís­landi. Í nýrri rann­sókn varpa þau ljósi á of­beldi gagn­vart mer­un­um og aug­ljósa ang­ist þeirra við blóð­tök­una.

Þegar hún kemur inn í blóðtökubásinn, einu leiðina sem henni er fært að fara, er hurð á honum framanverðum ólæst. Hún ýtir við henni og opnar. Kemst samt hvergi því spýta hindrar útgöngu. Hún fer að stappa niður fótunum. Hrædd. Þá kemur hann að, maðurinn sem er að taka blóðsýnin, og sparkar í snoppuna á henni. Við höggið slær hún höfðinu upp í timburbita sem er ofan við hana í básnum.

Hún er líklega fylfull, í hópi svokallaðra blóðmera, og á þá væntanlega einnig stálpað folald sem lengir eftir móður sinni enda orðið viðskila við hana í aðgerð þeirri sem nú fer fram. Þetta er hennar hlutskipti í lífinu: Að vera rekin ásamt stóði annarra yfirleitt ótaminna mera og folalda inn í gerði og þaðan á þröngan bás. Að vera stungin í hálsinn, jafnvel margsinnis, af ónærgætni og lítilli ef nokkurri fagmennsku. Stundum með lítilli nál. Til að taka sýni. …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Af hverju er ekki löngu búið að banna þetta? Við vitum að Sjálfstæðisflokkurinn er siðlaus og Framsókn er í grunninn hagsmunasamtök bænda, en hvað um VG? Nær þetta "græna" hjá þeim ekki til dýra? Hvað með matvælaráðhera? Eru þau alveg gagnslaus?
    0
  • Þetta er ógeðslegt og til skammar fyrir þjóðina
    1
  • Ása Sverrisdóttir skrifaði
    Ég á fá orð til sem eru prentvæn. Vona að þetta lið sem stundar þetta helv rotni þar🤬
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Blóðmerahald

​​Gagnrýni á skýrslu um blóðmerar svarað í geðshræringu
AðsentBlóðmerahald

Guðrún Scheving Thorsteinsson, Jón Scheving Thorsteinsson og Rósa Líf Darradóttir

​​Gagn­rýni á skýrslu um blóð­mer­ar svar­að í geðs­hrær­ingu

Til­raunamið­stöð­in á Keld­um er gagn­rýnd fyr­ir um­ræðu um blóð­mera­hald sem hef­ur átt sér stað í kjöl­far­ið á út­gáfu skýrslu mið­stöðv­ar­inn­ar um efn­ið. Í að­sendri grein benda greina­höf­und­ar á að við­brögð Keldna ein­kennd­ist af van­mætti og geðs­hrær­ingu.
PMSG: „Hormón eymdar“ frá upphafi til enda
AfhjúpunBlóðmerahald

PMSG: „Horm­ón eymd­ar“ frá upp­hafi til enda

Lyf úr með­göngu­horm­óni fylfullra, ís­lenskra hryssa, hafa þær „óæski­legu auka­verk­an­ir“ að of marg­ir grís­ir, stund­um of stór­ir, oft smá­ir og veikl­að­ir, fæð­ast gylt­um á þýsk­um svína­bú­um. Blóð­tak­an hef­ur frá því í byrj­un nóv­em­ber, eft­ir áminn­ingu frá ESA, ver­ið felld und­ir reglu­gerð um vernd dýra sem not­uð eru í vís­inda­skyni. Það gæti breytt öllu, segja þýsku og sviss­nesku dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in sem rann­sak­að hafa iðn­að­inn í fjög­ur ár.
Ísteka: Reynsluleysi dýralækna líklegasta skýringin
ViðtalBlóðmerahald

Ísteka: Reynslu­leysi dýra­lækna lík­leg­asta skýr­ing­in

Ís­lensk­ir dýra­lækn­ar hættu störf­um hjá Ísteka eft­ir nei­kvæða um­fjöll­un um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Þrír pólsk­ir dýra­lækn­ar, sem enga reynslu höfðu af blóð­töku úr fylfull­um hryss­um, voru ráðn­ir. Þeir fengu þjálf­un hjá Ísteka en reynslu­leysi er að mati fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins lík­leg­asta or­sök þess að átta hryss­ur dráp­ust í tengsl­um við blóð­tök­una í fyrra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár