Ríkustu tíu prósentin létu tugi milljarða renna til barna sinna í fyrra

Færst hef­ur hratt í auk­ana að fólk, sér­stak­lega úr hópi þeirra sem eiga mikl­ar hrein­ar eign­ir, greiði börn­um sín­um og öðr­um niðj­um fyr­ir­fram­greidd­an arf.

Ríkustu tíu prósentin létu tugi milljarða renna til barna sinna í fyrra
Ráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer nú með prókúru fyrir ríkissjóð sem fjármála- og efnahagsráðherra. Tekjur þess sjóðs vegna erfðafjárskatts hafa stóraukist á síðustu árum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þau tíu prósent landsmanna sem áttu mestar hreinar eignir eru mun líklegri til að greiða fyrirframgreiddan arf til barna sinna en þau 90 prósent landsmanna sem eiga minna. Alls greiddi eignamesti hópurinn tæplega 4,9 milljarða króna í erfðafjárskatt vegna fyrirframgreiðslu á arfi í fyrra. Sá skattur er tíu prósent og því nam virði þeirra eigna sem þessi eignamesti hluti landsmanna lét renna til barna sinna og annarra niðja í formi fyrirframgreidds arfs á árinu 2022 um 48,8 milljörðum króna. Hin 90 prósent landsmanna voru hálfdrættingar miðað við eignamesta hópinn. Alls greiddu þau um 24,9 milljarða króna fyrir fram sem arf til barna sinna og annarra niðja. 

Þetta kemur fram í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið vann fyrir fjárlaganefnd Alþingis vegna fyrirspurnar hennar í tengslum við umfjöllun hennar á fjárlagafrumvarpi næsta árs. 

Þar segir enn fremur að eignamesta tíundin greiddi líka mest í erfðafjárskatt dánarbúa á árinu 2022, eða alls um …

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Borgar fólk minna af fyrirframgreiddum arfi til skatts? hver er tilgangurinn með slíkum eignartilfærslum?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár