Síðasta sunnudag var Mosab Abu Toha, palestínskur rithöfundur og ljóðskáld, sem hefur upp á síðkastið skrifað um ástandið á Gaza fyrir miðla eins og The New Yorker, handtekinn af ísraelska hernum á leið úr landi. Þetta staðfestir bróðir hans við miðla á borð við CNN, The Guardian og Time magazine, en bróðir hans hefur ekki heyrt í honum frá því á sunnudag.
Í grein sem hann skrifaði fyrir The New Yorker, sem birtist þann 20. október, lýsir Mosab áhyggjum af því að „verða að tölfræði í fréttum“ á meðan hann ímyndar sér dauða sinn og að heyra nafn sitt og dánartilkynningu í útvarpinu. Í gær skrifaði einn ritstjóra tímaritsins að The New Yorker hefði „misst allt samband“ við Mosab og frétt af handtöku hans. Þann 6. nóvember síðastliðinn skrifaði Mosab aðra grein fyrir The New Yorker: „Angistin yfir því að bíða eftir vopnahléi sem aldrei kemur.“
„Nú sit ég …
Athugasemdir (1)