Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lögreglan keypti byssur fyrir 165 milljónir fyrir leiðtogafundinn

Dóms­mála­ráð­herra neit­ar að upp­lýsa um fjölda skot­vopna sem eru í eigu ís­lenska rík­is­ins. Hún seg­ir að birt­ing slíkra upp­lýs­inga op­in­ber­lega geti „stofn­að ör­yggi rík­is­ins í hættu og haft áhrif á ör­yggi lög­reglu­manna.“

Lögreglan keypti byssur fyrir 165 milljónir fyrir leiðtogafundinn
Dómsmálaráðherrar Jón Gunnarsson var dómsmálaráðherra þegar leiðtogafundurinn fór fram í maí. Síðan þá hefur Guðrún Hafsteinsdóttir tekið við því ráðuneyti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það er mat dómsmálaráðuneytisins og ríkislögreglustjóra að nákvæmar upplýsingar um fjölda skotvopna í eigu lögreglunnar falli undir lykilupplýsingar varðandi viðbragðsgetu lögreglu. Ekki sé því rétt að birta slíkar upplýsingar opinberlega „þar sem það geti haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um kaup á vopnum og varnarbúnaði í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem haldin var í Reykjavík í maí síðastliðnum. Guðrún var ekki dómsmálaráðherra þegar fundurinn fór fram. Þá sat Jón Gunnarsson, flokksbróðir hennar, í því embætti.

Þar er þó upplýst um að alls hafi verið keypt vopn fyrir 165 milljónir króna fyrir leiðtogafundinn. „Þau vopn sem keypt voru voru einkum Glock G-17 9x19GEN5 NS 9 mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9 mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur. [...] Þá voru tvær aðrar tegundir vopna keyptar til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra.“

Lögregla keypti líka ýmsan annan búnað vegna öryggisráðstafana sem tengdust fundinum. „Hjálmar voru keyptir fyrir um 47 milljónir króna frá TST Protection LTD. Lögregluvesti voru keypt frá fyrirtækjunum Lindnerhof og Hiss fyrir tæpar 56 milljónir króna. Keypt var gas fyrir u.þ.b. 5,5 milljónir króna.“

Unnið er að lokauppgjöri á kostnaði vegna öryggisgæslu á fundinum. Gert er ráð fyrir að endanlegt kostnaðarmat liggi fyrir á næstu vikum.

Heildarkostnaður um tveir milljarðar

Það mat ráðuneytisins og ríkislögreglustjóra að það sé ekki rétt að birta nákvæmlega upplýsingar um  byggir, samkvæmt svarinu, á breyttum forsendum hvað varðar þjóðaröryggi. „Staðan í öryggis- og varnarmálum Evrópu hefur tekið miklum breytingum frá því í febrúar 2022 og það er mat embættis ríkislögreglustjóra að verði slíkar upplýsingar gerðar opinberar geti það haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Þá má minnast á það að undanfarin misseri hefur orðið umtalsverð fjölgun brota á Íslandi þar sem hnífum er beitt og vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra hefur alvarlegum ofbeldisbrotum og vopnuðum útköllum lögreglu og sérsveitar lögreglu fjölgað verulega síðustu ár. Má sem dæmi nefna að fjöldi útkalla þar sem sérsveit vopnast vegna eggvopna hefur nærri fjórfaldast frá árinu 2016.“ 

Þá sé einnig rétt að benda á að umhverfið á Íslandi hefur breyst hvað vopnaburð og skotvopn varðar, en mikil fjölgun hafi „orðið í innflutningi hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna sem flutt hafa verið inn á grundvelli safnaraleyfis.“

Í júní var birt svar þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um kostnað við leiðtogafundinn. Þá sagði að endanlegur raunkostnaður myndi liggja fyrir á „næstu vikum“ en að áætlaður heildarkostnaður við fundinn væri um tveir milljarðar króna. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Sjallarnir eru tilbúnir fyrir næstu búsáhaldabyltingu. Altént breyta 9mm skotvopn ekki vörnum á alþjóðavísu þannig að sá partur rökfærslunnar er kjaftæði.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
3
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
9
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
7
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu