Heitt vatn, kalt vatn, rafmagn, fjarskipti, vegir, orkuver, borholur og fráveita teljast til mikilvægra innviða samkvæmt frumvarpi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga sem samþykkt var á Alþingi á mánudagskvöld. Frumvarpið var lagt fram vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og yfirvofandi eldgoss þar sem mikilvægir innviðir eru taldir í hættu, þar á meðal orkuverið í Svartsengi sem tryggir tugþúsundum íbúa á Reykjanesi heitt vatn og íbúum Grindavíkur rafmagn.
Ekki er stafur um Bláa lónið í frumvarpinu og samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu telst það ekki til mikilvægra innviða. Með samþykkt frumvarpsins fékkst heimild fyrir byggingu varnargarða og er Bláa lónið innan þess svæðis þar sem vinna er hafin við tvo varnargarða. Annars vegar er um að ræða fjögurra kílómetra langan garð í kringum orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið og hins vegar eins og hálfs kílómetra garð nær Sundhnúkagígaröðinni, ofan við Hagafell og Sýlingarfell.
„Starfsemi Bláa lónsins telst ekki til mikilvægra innviða …
Athugasemdir (2)