Stjórnvöld um Bláa lónið: „Að verja slíka starfsemi getur ekki talist til framkvæmdar í þágu almannavarna“

Ekki er gerð krafa í lög­um um að ráð­herr­ar gæti að sér­stöku hæfi sínu við vinnslu og fram­lagn­ingu laga­frum­varpa. Að­il­ar ná­tengd­ir tveim­ur ráð­herr­um eiga fjár­hags­legra hags­muna að gæta vegna Bláa lóns­ins, sem er inn­an varn­ar­garða en telst ekki til mik­il­vægra inn­viða.

<span>Stjórnvöld um Bláa lónið:</span> „Að verja slíka starfsemi getur ekki talist til framkvæmdar í þágu almannavarna“
Ekki mikilvægir innviðir Starfsemi Bláa lónsins telst ekki til mikilvægra innviða að mati stjórnvalda. Ástæða þess að lónið er innan varnagarða er „nálægð [starfseminnar] við orkuverið og landfræðilega hæstu punkta sem tekið var mið af við hönnun varnargarðsins af hálfu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra“. Mynd: Golli

Heitt vatn, kalt vatn, rafmagn, fjarskipti, vegir, orkuver, borholur og fráveita teljast til mikilvægra innviða samkvæmt frumvarpi um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga sem samþykkt var á Alþingi á mánudagskvöld. Frumvarpið var lagt fram vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga og yfirvofandi eldgoss þar sem mikilvægir innviðir eru taldir í hættu, þar á meðal orkuverið í Svartsengi sem tryggir tugþúsundum íbúa á Reykjanesi heitt vatn og íbúum Grindavíkur rafmagn.  

Ekki er stafur um Bláa lónið í frumvarpinu og samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu telst það ekki til mikilvægra innviða. Með samþykkt frumvarpsins fékkst heimild fyrir byggingu varnargarða og er Bláa lónið innan þess svæðis þar sem vinna er hafin við tvo varnargarða. Annars vegar er um að ræða fjögurra kílómetra langan garð í kringum orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið og hins vegar eins og hálfs kílómetra garð nær Sundhnúkagígaröðinni, ofan við Hagafell og Sýlingarfell.  

„Starfsemi Bláa lónsins telst ekki til mikilvægra innviða …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
70
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Ég skil ekki afhverju gullnáman ;BL er ekki að borga hluta í varnargarðinum? Og, að Willum og Guðlaugur taki þátt í þessari ákvörðun viðgengist hvergi í siðmenntuðum löndum 😤
    21
    • HSG
      Helga Salbjörg Guðmundsdóttir skrifaði
      ... við erum ekki í siðmenntuðu landi...
      23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Forvarnargjaldið gæti verið notað í önnur verkefni en í varnargarða
FréttirJarðhræringar við Grindavík

For­varn­ar­gjald­ið gæti ver­ið not­að í önn­ur verk­efni en í varn­ar­garða

Tekj­ur rík­is­sjóðs vegna nýs tíma­bund­ins skatts sem lagð­ur er á fast­eigna­eig­end­ur til að fjár­magna varn­ar­garða í Svartsengi geta nýst í önn­ur verk­efni. Í svari for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins seg­ir að út­gjöld rík­is­ins vegna „jarð­hrær­inga og mögu­legra elds­um­brota verða um­tals­vert meiri en sem nem­ur kostn­aði við varn­ar­garð­inn“.
Eðlismunur á atburðum í Grindavík og fyrra skjálftatjóni
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Eðl­is­mun­ur á at­burð­um í Grinda­vík og fyrra skjálfta­tjóni

Að hús séu byggð á sprung­um hér­lend­is er ekk­ert eins­dæmi, seg­ir pró­fess­or í bygg­ing­ar­verk­fræði, og bend­ir á að í gólf­inu á bóka­safn­inu í Hvera­gerði sé hægt að virða fyr­ir sér sprungu sem ligg­ur þvert í gegn­um hús­ið. Það er hins veg­ar eins­dæmi að sprunga opn­ist und­ir mörg­um hús­um, eins og gerst hef­ur í Grinda­vík. Bruna­bóta­mat eigna í Grinda­vík er hærra en fast­eigna­mat.
Þekking eflir samfélagið
GreiningJarðhræringar við Grindavík

Þekk­ing efl­ir sam­fé­lag­ið

Sam­fé­lagsum­ræða um hvert hlut­verk sér­fræð­inga sé þeg­ar kem­ur að því að miðla þekk­ingu fór af stað eft­ir að jarð­hrær­ing­ar við Grinda­vík urðu öfl­ugri. Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir það hlut­verk sér­fræð­inga að taka til máls. Rektor Há­skóla Ís­lands seg­ir gagn­rýna hugs­un lyk­il­inn að há­skóla­starfi og þekk­ing­ar­sköp­un.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár