Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfir fimmtíu rithöfundar sniðganga bókmenntahátíð

Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir, Elísa­bet Krist­ín Jök­uls­dótt­ir, Hall­grím­ur Helga­son og Stein­ar Bragi eru með­al þeirra yf­ir fimm­tíu höf­unda sem hafa skrif­að und­ir snið­göngu á Ice­land No­ir-bók­mennta­há­tíð­ina vegna komu Hillary Cl­int­on.

Yfir fimmtíu rithöfundar sniðganga bókmenntahátíð
Sniðganga vegna Hillary Yfir fimmtíu rithöfundar hafa ákveðið að skrifa undir sniðgöngu á Iceland Noir bókmenntahátíðinni vegna veru Hillary Clinton á henni. Mynd: EPA

Miklar umræður hafa skapast um Hillary Clinton og Iceland Noir-bókmenntahátíð og þá gagnrýni sem hefur komið fram. Nokkrir rithöfundar hafa ákveðið að sniðganga hátíðina, þar á meðal María Elísabet Bragadóttir og Pedro Gunnlaugur Garcia, sem áttu að koma fram á pallborðsumræðum á hátíðinni, ásamt því að búið er að stofna undirskriftalista sem fleiri höfundar hafa skrifað undir, þeirra á meðal, Kristín Eiríksdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Steinar Bragi, Hallgrímur Helgason og Eiríkur Örn Norðdahl. Í hvatningarbréfi til rithöfunda til sniðgöngu vegna Hillary, afstöðu hennar og stuðnings við Ísraelsríki segir:

„Sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á aðgerðum einstaklinga eða stofnana sem skaða aðra. Að velja að sniðganga stofnun eða hátíð sem þessa er ekki persónuleg árás á skipuleggjendur eða bakhjarla hátíðarinnar, heldur aðgerð til að vekja athygli á stærra samhengi og samverkan hluta. Aðgerð til að hafa áhrif í heimi þar sem fæstar …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er hægt að velja hvaða eginleika persónu á að upphefja. Margir af einræðisherraum sögunnar voru hinir alúðlegustu heima fyrir.
    -1
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Senda tíkin heim!
    -1
  • Thordis Thordardottir skrifaði
    Tek ofan fyrir þessum hugrökku rithöfundum
    8
  • KH
    Kjartan Hávarður skrifaði
    Manneskja sem hefur haft gríðarlega sterka rödd á heimssviðinu, og nærri undarteknigarlaust notað hana til að hvetja til ófriðar, tekur uppá því að semja sögur og við eigum að líta framhjá því að hún er útötuð í blóði?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár