„Ef það gýs á ég ekki von á að það gerist í dag eða um helgina. Það gætu verið fimmtán til sextán dagar í það, héðan í frá, en í stysta lagi fimm til sex dagar,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, en hann eins og annað jarðvísindafólk beinir nú sjónum sínum að Svartsengi. ,,Land er þar að lyftast aftur. Landrisið þar gæti, ef það heldur áfram á þeim hraða sem það hefur verið á síðustu daga, náð sama stigi og það var fyrir föstudaginn 10. nóvember.“ Þá hafði land verið að rísa á þessu svæði í um þrjár vikur.
„Það reis um sex til sjö millimetra á dag. Síðan kemur þessi stóri atburður á föstudeginum. Við hann datt allt niður og Svartsengi sökk um næstum 40 sentímetra. Ef þessi þróun heldur áfram munum við eftir fimm til fimmtán daga vera að horfa á svipað ástand og var föstudaginn 10. nóvember, sumsé …
Athugasemdir (1)