Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“

Rit­höf­und­arn­ir Pedro Gunn­laug­ur Garcia og María Elísa­bet Braga­dótt­ir sem áttu að vera í panelum­ræð­um á bók­mennta­há­tíð­inni Ice­land No­ir ákváðu að draga sig í hlé vegna komu Hillary Cl­int­on. Þau bæt­ast við hóp gagn­rýn­enda sem segja það póli­tíska af­stöðu að bjóða henni að koma en Cl­int­on hef­ur op­in­ber­lega tal­að gegn vopna­hléi á Gaza.

Sniðganga Iceland Noir - „Hún er náttúrlega herská talskona Ísrael“
Pedro Gunnlaugur Garcia og María Elísabet Bragadóttir hættu við að taka þátt í panelumræðum á Iceland Noir vegna komu Hillary Clinton. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég er bara að fylgja mínu hjarta,“ segir María Elísabet Bragadóttir rithöfundur um ástæðu þess að hún ákvað að afboða þátttöku sína í panelumræðum á bókmenntahátíðinni Iceland Noir. „Þetta var til að mótmæla komu Hillary Clinton. Hún er náttúrulega herská talskona Ísraels,“ segir hún. 

Samkvæmt dagskrá Iceland Noir átti María Elísabet að taka þátt í pallborðsumræðum í gær. Það átti rithöfundurinn Pedro Gunnlaugur Garcia líka að gera en hann afboðaði sig sömuleiðis vegna komu Clinton. 

Hætti við af siðferðisástæðum

Pedro segist daginn áður hafa átt fund með skipuleggjendum þar sem hann sagði þeim frá ákvörðun sinni - „að ég ætlaði að afboða komu mína vegna þátttöku Hillary Clinton. Ég hef orðið vísari að því nýlega hvaða orðræðu hún hefur viðhaft og hvaða fölsku upplýsingum hún hefur verið að dreifa um Gaza, og að mér þætti af siðferðisástæðum ekki stætt að taka þátt í sömu hátíð og þar sem hún fær sviðið.“

Í kynningartexta um komu Clinton sagði á vef Hörpu: „Bókmenntahátíð Iceland Noir kynnir einstakan bókmenntaviðburð í Reykjavík, sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 16 í Eldborgarsal Hörpu. Hillary Rodham Clinton, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kemur fram í Hörpu og ræðir meðal annars um skáldsöguna State of Terror [...] Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynna Clinton og Penny á svið.“

Eins og Heimildin greindi frá á þriðjudag þá hefur textinn verið fjarlægður af vef Hörpu. Hjá miðasölu Hörpu fékkst staðfest að það hefði verið gert að ósk viðburðahaldara, Iceland Noir, og ástæðan sé sú að vegna þess að uppselt sé á viðburðinn þurfi ekki að auglýsa hann frekar. Þetta er hins vegar ekki almenn stefna Hörpu varðandi viðburði og auglýsingu á þeim og tíðkast almennt ekki. 

Andvíg vopnahléi á Gaza

María Elísabet segir leitt að hafa afboðað sig með svo skömmum fyrirvara. „En ástandið er krítískt núna og aðstæður eru að breytast mjög hratt. Það er verið að fremja þjóðarmorð í Gaza og Hillary Clinton hefur opinberlega lýst sig andvíga vopnahléi,“ segir hún. 

Hún segist átta sig á því að skipuleggjendur hátíðarinnar hafi ekki séð fyrir stríðið sem nú geisar þegar þeir buðu Clinton að koma. „En að sjálfsögðu getur maður alveg gert ráð fyrir að það sé mjög umdeilt að fá pólitíkus til landsins. Það er alltaf pólitískt og hún er pólitíkus fyrst og fremst, ekki rithöfundur. Hún er fræg því hún er pólitíkus, ekki vegna þess að hún er rithöfundur,“ segir María Elísabet. 

„Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk“
Pedro Gunnlaugur Garcia

Pedro er á sama máli. „Þó þetta eigi að heita ópólitískur viðburður þá er vera hennar að öllu leyti pólitísk. Þó svo hún ætli að tala um skáldsögu þá er þetta ein mesta valdakona í heimi sem hefur beitt sér með skaðlegum hætti á stundu þar sem sjö þúsund börn hafa dáið síðan árásirnar hófust, og sá fjöldi eykst með hverjum deginum á meðan ekki er vopnahlé. Ég tek þessa einkaákvörðun fyrir mig sjálfan, hún er siðferðislegs eðlis og það eru mín táknrænu mótmæli,“ segir hann. 

Segir þetta ekki hluta af hátíðinni

Yrsa Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, segir að sér þyki afar leitt að María Elísabet og Pedro hafi dregið sig í hlé: „Við hefðum ekki boðið þeim nema því við vildum fá þau.“

Í viðtali við Vísi þann 14. september er haft eftir Yrsu Sigurðardóttur, eins af skipuleggjendum Iceland Noir, að þau hafi „togað í alla þá spotta sem hægt var að toga í til að tryggja komu Clinton á hátíðina.“

„Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton“
Yrsa Sigurðardóttir

Í samtali við Heimildina segir Yrsa hins vegar að viðburðurinn sem Clinton tekur þátt í sé ekki hluti af hátíðinni heldur eins konar hliðarviðburður. „Hún er á sér viðburði sem hefur ekkert með bókmenntahátíðina að gera. Miðar á Iceland Noir gilda ekki á viðburðinn með Hillary Clinton. En það er mjög auðvelt að ruglast á þessu,“ segir hún. 

Viðburðurinn á Facebook

Yrsa segist hafa átt þetta samtal við þau Maríu Elísabetu og Pedro. „Já. En þetta er þeirra ákvörðun og okkur þykir það leitt. Fólk þarf bara að fylgja sinni sannfæringu,“ segir hún.

Pedro segir að sér finnist þessi rök Yrsu um að Clinton sé ekki þátttakandi á hátíðinni ekki standast fyllilega. „En hún sagðist skilja mína afstöðu og mér þótti vænt um að hún endaði fundinn á að segja að við verðum bara að fylgja okkar hjarta og það er það sem við erum að gera,“ segir hann. 

Lestrarklefinn hvetur til sniðgöngu

Ritstjórn Lestrarklefans, vefsíðu sem er tileinkuð bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu á Iceland Noir út af komu Clinton og segir í tilkynningu á vefnum að þau ætli ekki að fjalla um hátíðina, efni hennar eða rithöfunda. 

„Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gaza og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir þar. 

„Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning“
Lestrarklefinn

„Hillary Clinton er stjórnmálamaður með völd áhrif og orð hennar hafa afleiðingar. Að bjóða hana velkomna á íslenska listahátíð er stuðningur við hennar málflutning. Í því felst afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd,“ segir í tilkynningu Lestrarklefans. 


Ummæli fjarlægðEins og sjá má á þessari mynd hafa ummæli er varða komu Hillary Clinton á Iceland Noir bókmenntahátíð verið fjarlægð.

Heimildin fjallaði á þriðjudag um þá ritskoðun sem þarna er vísað til. Þá kom fram að viðburðurinn hafi verið gagnrýndur á samfélagsmiðlum Iceland Noir og snéru þau mótmæli einkum að því að Hillary Clinton hafi talað gegn vopnahléi á Gaza og „dreift fals upplýsingum um stöðuna þar,“ eins og einn mótmælandi komst að orði. Öll ummæli sem voru gagnrýnin á viðburðinn voru hins vegar fjarlægð af samfélagsmiðlum. 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum. „Það að fá pólitíkusa er afstaða,“ skrifar Bergþóra og bætir við: „Það að henda óhentugum athugasemdum af síðunni ykkar er afstaða. Þetta er þöggun.“ Bergþóra kallar eftir því að hátíðin afbóki Hillary ásamt því að hvetja rithöfunda til þess að afboða sig á hátíðina.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GLL
    Guðmundur Logi Lárusson skrifaði
    Getur sú staðreynd að persóna hafi skrifað bók hreinsað hana af misjafnlega mannúðlegum verkum eða réttlætt þau ? Adolf Hitler skrifaði bók, ekki satt ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár