Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 17. nóvember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 17. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 17. nóvember 2023

Mynd 1: Hér má sjá Google Earth-mynd af stórborg einni og nánasta umhverfi hennar. Hver er borgin?

Mynd 2: Hver er kona þessi?

1.  „Bos taurus“ er hið latneska fræðiheiti á algengu húsdýri sem við köllum ... hvað?

2.  Hversu lengi var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands?

3.  Hver varð frægur í hlutverki Chandlers Bings?

4.  Körtur eru sérstök ætt dýra og eiga sér enn frægari frændur. Hverjir eru frændurnir?

5.  Katrín Jakobsdóttir gaf út sakamálasögu í fyrra sem hún skrifaði í félagi við ... hvern?

6.  Engey heitir eyja sem fræg ætt er kennd við. Í hvaða firði (ekki flóa) er Engey?

7.  Hvaða íslenski leikari lék í einum þætti af amerísku seríunni True Detective 2014? 

8.  Michel Ney hét maður, löngu dáinn. Hann var aðsópsmikill fýr en kunnastur sem einn af helstu hjálparkokkum enn framtakssamari foringja. Hver var sá?

9.  Iivo Nei heitir maður sem er enn á lífi, rúmlega níræður. Fyrir hálfri öld kom hann til Íslands sem hjálparkokkur annars mektarmanns. Hver var það?

10.  Amos, Elía, Jesaja, Jóel, Jónas, Óbadía, Páll, Sakaría. Hver af þessum er EKKI einn af spámönnum Gamla testamentisins?

11.  Hvað hét risinn sem Davíð sló út með steinslöngvu?

12.  Hvað heitir höfuðborgin í Króatíu?

13.  Hvaða fræga hljómsveit sendi frá sér hljómplötuna Help! árið 1965?

14.  Um víðfræga konu var sagt í fréttum í fyrradag: Hún „er drottn­ing svika, blekk­inga og lyga. Það er ákveðin kald­hæðni í því að [hún] láti lítið á sér bera nú vegna þess að henni finnst hún hafa verið svik­in af vin­um, aðstoðarmönn­um og fjöl­skyldu. Það er kjaftæði.“ Hver er konan?

15.  Raðið þessum þrem stöðum (sem hér eru í stafrófsröð) eftir skráðum íbúafjölda. Ekki fæst stig nema röðin sé hárrétt. Grindavík – Hveragerði – Neskaupstaður.

Svör við myndaspurningum:

Fyrri myndin er af Napólí og umhverfi. Á seinni myndinni er Taylor Swift.

Svör við öðrum spurningum:

1.  Kýr.  —  2.  Sextán ár.  —  3.  Matthew Perry.  —  4.  Froskar.  —  5.  Ragnar Jónasson.  —  6.  Kollafirði.  —  7.  Ólafur Darri.  —  8.  Napóleon.  —  9.  Borís Spasskí.  —  10.  Páll.  —  11.  Golíat.  —  12.  Zagreb.   —  13.  Bítlarnir.  —  14.  Melania Trump.  —  15.  Grindavík-Hveragerði-Neskaupstaður.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár