Mynd 1: Hér má sjá Google Earth-mynd af stórborg einni og nánasta umhverfi hennar. Hver er borgin?
Mynd 2: Hver er kona þessi?
1. „Bos taurus“ er hið latneska fræðiheiti á algengu húsdýri sem við köllum ... hvað?
2. Hversu lengi var Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands?
3. Hver varð frægur í hlutverki Chandlers Bings?
4. Körtur eru sérstök ætt dýra og eiga sér enn frægari frændur. Hverjir eru frændurnir?
5. Katrín Jakobsdóttir gaf út sakamálasögu í fyrra sem hún skrifaði í félagi við ... hvern?
6. Engey heitir eyja sem fræg ætt er kennd við. Í hvaða firði (ekki flóa) er Engey?
7. Hvaða íslenski leikari lék í einum þætti af amerísku seríunni True Detective 2014?
8. Michel Ney hét maður, löngu dáinn. Hann var aðsópsmikill fýr en kunnastur sem einn af helstu hjálparkokkum enn framtakssamari foringja. Hver var sá?
9. Iivo Nei heitir maður sem er enn á lífi, rúmlega níræður. Fyrir hálfri öld kom hann til Íslands sem hjálparkokkur annars mektarmanns. Hver var það?
10. Amos, Elía, Jesaja, Jóel, Jónas, Óbadía, Páll, Sakaría. Hver af þessum er EKKI einn af spámönnum Gamla testamentisins?
11. Hvað hét risinn sem Davíð sló út með steinslöngvu?
12. Hvað heitir höfuðborgin í Króatíu?
13. Hvaða fræga hljómsveit sendi frá sér hljómplötuna Help! árið 1965?
14. Um víðfræga konu var sagt í fréttum í fyrradag: Hún „er drottning svika, blekkinga og lyga. Það er ákveðin kaldhæðni í því að [hún] láti lítið á sér bera nú vegna þess að henni finnst hún hafa verið svikin af vinum, aðstoðarmönnum og fjölskyldu. Það er kjaftæði.“ Hver er konan?
15. Raðið þessum þrem stöðum (sem hér eru í stafrófsröð) eftir skráðum íbúafjölda. Ekki fæst stig nema röðin sé hárrétt. Grindavík – Hveragerði – Neskaupstaður.
Svör við myndaspurningum:
Fyrri myndin er af Napólí og umhverfi. Á seinni myndinni er Taylor Swift.
Svör við öðrum spurningum:
1. Kýr. — 2. Sextán ár. — 3. Matthew Perry. — 4. Froskar. — 5. Ragnar Jónasson. — 6. Kollafirði. — 7. Ólafur Darri. — 8. Napóleon. — 9. Borís Spasskí. — 10. Páll. — 11. Golíat. — 12. Zagreb. — 13. Bítlarnir. — 14. Melania Trump. — 15. Grindavík-Hveragerði-Neskaupstaður.
Athugasemdir (3)