Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór í óboðað eftirlit á alla fimm staði Pho Vietnam keðjunnar þann 3. október. Daginn áður sáu verktakar á vegum heilbrigðiseftirlitsins um að farga mörgum tonnum af matvælum úr kjallaranum að Sóltúni 20 sem talin voru heilsuspillandi. Farga þurfti mat hjá Pho Vietnam á Suðurlandsbraut 8 og var starfsemi takmörkuð bæði þar og á veitingastað keðjunnar á Laugavegi 3.
Matvæli með sama lotunúmer og matvæli í kjallaranum að Sóltúni fundust á veitingastöðum Pho Vietnam á Laugavegi 3, Tryggvagötu 20 og Snorrabraut 29. Matvæli á síðarnefndu stöðunum tveimur voru einnig með sömu dagsetningu og matur sem fannst í Sóltúni.
Sami aðili rekur Pho Vietnam veitingastaðina og þrifafyrirtækið Vy-þrif ehf. sem var með kjallarann í Sóltúni á leigu. Hann heitir Davíð Viðarsson en er betur þekktur undir víetnömsku nafni sínu, Quang Lé. …
Athugasemdir (1)