Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við erum í sífelldu samtali okkar á milli“

Ný­út­kom­in plata Vikt­ors Orra Árna­son­ar og Álf­heið­ar Erlu Guð­munds­dótt­ur er sam­in út frá ljóð­um ís­lenskra skálda. Þau ferð­uð­ust um heima­haga ljóð­skáld­anna til að kynna sér bet­ur líf þeirra.

„Við erum í sífelldu samtali okkar á milli“
Á útgáfutónleikunum Viktor Orri og Álfheiður Erla fluttu lög af plötunni sinni í Kühlhaus í Berlín á útgáfudeginum sjálfum. Mynd: Yvonne Hartmann

Ljóð íslenskra skálda eru innblásturinn að Poems, tíu laga plötu sem tónskáldið Viktor Orri Árnason og söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir tóku upp strax og þau kynntust. Platan kom nýverið út hjá Deutsche Grammophon, sögufrægu þýsku útgáfufyrirtæki sem er með þeim elstu í heiminum, og er einnig aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Blaðamaður settist niður með Viktori og Álfheiði á tónleikastaðnum Kühlhaus í Berlín þar sem þau voru að búa sig undir tónleika síðar um kvöldið, sem haldnir voru í tilefni af útgáfudeginum. „Ég spila hérna á 150, 200 ára gamlan flygil sem rétt virkar,“ segir Viktor og hlær. „Það eru nokkrar nótur svolítið stífar. Það verður bara gaman.“

Viktor er hvað þekktastur sem fiðluleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín en hefur einnig samið sína eigin tónlist, auk þess að starfa sem upptökustjóri, tónskáld og hljómsveitarstjóri. „Ég hef aldrei stigið fram sem píanisti og hélt aldrei að það mundi gerast. En …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár