Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við erum í sífelldu samtali okkar á milli“

Ný­út­kom­in plata Vikt­ors Orra Árna­son­ar og Álf­heið­ar Erlu Guð­munds­dótt­ur er sam­in út frá ljóð­um ís­lenskra skálda. Þau ferð­uð­ust um heima­haga ljóð­skáld­anna til að kynna sér bet­ur líf þeirra.

„Við erum í sífelldu samtali okkar á milli“
Á útgáfutónleikunum Viktor Orri og Álfheiður Erla fluttu lög af plötunni sinni í Kühlhaus í Berlín á útgáfudeginum sjálfum. Mynd: Yvonne Hartmann

Ljóð íslenskra skálda eru innblásturinn að Poems, tíu laga plötu sem tónskáldið Viktor Orri Árnason og söngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir tóku upp strax og þau kynntust. Platan kom nýverið út hjá Deutsche Grammophon, sögufrægu þýsku útgáfufyrirtæki sem er með þeim elstu í heiminum, og er einnig aðgengileg á öllum helstu streymisveitum.

Blaðamaður settist niður með Viktori og Álfheiði á tónleikastaðnum Kühlhaus í Berlín þar sem þau voru að búa sig undir tónleika síðar um kvöldið, sem haldnir voru í tilefni af útgáfudeginum. „Ég spila hérna á 150, 200 ára gamlan flygil sem rétt virkar,“ segir Viktor og hlær. „Það eru nokkrar nótur svolítið stífar. Það verður bara gaman.“

Viktor er hvað þekktastur sem fiðluleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín en hefur einnig samið sína eigin tónlist, auk þess að starfa sem upptökustjóri, tónskáld og hljómsveitarstjóri. „Ég hef aldrei stigið fram sem píanisti og hélt aldrei að það mundi gerast. En …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár