Kommi í peysufötum

Katrín Páls­dótt­ir hef­ur nú feng­ið sinn verð­uga sess í sögu tutt­ug­ustu ald­ar­inn­ar. Nú þeg­ar ný verka­lýðs­stétt er að mynd­ast, sam­an­sett af er­lendu vinnu­afli og kon­um sem fyrr, er þessi bók log­andi áminn­ing öll­um les­end­um að um­bæt­ur á rétt­ind­um al­þýðu manna hafa að­eins náðst fyr­ir hug­sjón­ir hóps sem vildi bæta sam­fé­lag­ið, stólpi í þeirri bar­áttu á ög­ur­stund var þessi veik­byggða kona með barna­hóp­inn sinn.

Kommi í peysufötum
Sigurrós Þorgrímsdóttir Höfundur Katrín – Málsvari mæðra.
Bók

Katrín

Málsvari mæðra
Höfundur Sigurrós Þorgrímsdóttir
Bókaútgáfan Sæmundur
512 blaðsíður
Niðurstaða:

Örfáar endurtekningar koma fyrir í bókinni en prýði hennar eru persónuleg gögn úr baráttu Katrínar, skrif hennar, bréf og uppköst sem gefa einstaka mynd af þessari merkilegu konu.

Gefðu umsögn

Trúi ég hafi fyrst rekist á æviatriði Katrínar Pálsdóttur (1889–1952) fyrir fáum árum, þekkti raunar til frændfólks hennar, vissi að hún var ein burðarstoðin í mannréttinda- og kvennabaráttu sósíalista um hartnær tuttugu ára skeið, ein frænka hennar hafði í heitingum við mig að saga Katrínar þyrfti eftirtekt og sína bók. 

Nú er sú bók komin, ekki bara yfirlit um hennar merkilegu ævi, heldur líka sagan um það grettistak er þessi heilsulitla og sárfátæka kona ásamt kynsystrum sínum lyftu í félagslegum umbótum fyrir konur og börn á landinu öllu upp úr kreppu og fram í kalda stríðið. Ritið Katrín – málsvari mæðra tekur Sigurrós Þorgrímsdóttir saman um ömmu sína og þá þrautatíma sem alþýða manna leið æviár Katrínar.

Katrínu Pálsdóttur var ekki fisjað saman: ung er hún gefin myndarmanni, þau hefja búskap, eignast 12 börn, missa þrjú í æsku, leggja fyrir sig veitingarekstur í Tryggvaskála sem gengur ekki og flytjast til Reykjavíkur. Þar missir Katrín Þórð, mann sitt, 1925 frá stórum barnahóp en stendur keik í sinni heimasveit þar sem þau áttu sveitarfesti daginn eftir útför hans frammi fyrir hreppsnefndinni sem vill leysa upp heimilið og afþakkar þann gjörning: hún hyggst halda barnahópnum saman. Um síðar liggur leið hennar til Reykjavíkur og í manntali 1930 er hún skráð til heimilis í Doktorshúsinu við Ránargötu með átta börn. Húsið kaupir hún og hyggst lifa á útivinnu sinni og barnanna og útleigu á herbergjum. 

Hún tekur allri vinnu sem hún fær og vinnur sér til húðar á nokkrum misserum. Þá hefst tíður flutningur þeirra úr leiguhjalli í leiguhjall. Elsti sonurinn veikist, ein dóttirin vinnur á berklahælinu og smitast af bráðaberklum og deyr. Katrín er komin með vinnu hálfan daginn hjá Alþingi við símavörslu 1931 og tekin að leggja krafta sína í félagslegt starf hjá mæðrastyrksnefnd og gengin í Kommúnistaflokkinn.

Nú er engum blöðum um það að fletta að hugsjónir Katrínar skópust af nánum kynnum hennar af lífsbaráttu alþýðufólks, einkum kvenna og barna, á erfiðasta tíma kreppunnar. Hún er vakin og sofin í eigin baráttu og barna sinna fyrir lífsviðurværi, þroska og menntun. Hugljómun hennar og þrek beinist í félagslega samhjálp. Höfundur rekur lífshlaup ömmu sinnar í fyrsta hluta verksins á rúmum hundrað síðum en þá hefst ferill Katrínar í félagsstarfi sem tekur lungann úr þessari fimm hundruð síðna bók: Kvenréttindafélagið og mæðrastyrksnefnd, baráttan fyrir réttarbótum til einhleypra mæðra, meðlag og ekknabætur, vinnumiðlun kvenna, safnanir til fátækra, mæðraheimili fyrir ungar fátækar mæður, vinna við Mæðrablaðið, erindi í útvarpi og greinar í blöð, starf í Bandalagi kvenna, Mæðrafélagið, baráttan fyrir matargjöfum í skólum og bættum aðbúnaði, dagheimilum, leikskólum og leikvöllum, frístundaheimilum, starfsemi Vorboðans og sumardvalarstað fyrir verkakonur og börn. Hin merkilega saga kvennahreyfingar á fjórða og fimta áratug aldarinnar síðustu er ekki skrifuð án þessarar ekkju. 

„Hún er vakin og sofin í eigin baráttu og barna sinna fyrir lífsviðurværi, þroska og menntun. Hugljómun hennar og þrek beinist í félagslega samhjálp.“

Þá er þriðji hluta verksins lagður undir stjórnmálaafskipti Katrínar, fyrst í Kommúnistaflokknum og síðar Sósíalistaflokknum, setu hennar í bæjarstjórn og nefndum bæjarfélagsins, þar sem rödd hennar er stöðug: málefnaleg, réttsýn, ævinlega í þágu þeirra sem lægstir standa í launa- og metorðastiga samfélagsins. Það er holl lesning okkar tímum að kynnast í kviksjá framgöngu einstaklings á borð við þessa hugsjónakonu.

Sigurrós tekur þann kostinn til að sýna víða mynd af framgöngu ömmu sinnar að draga saman ítarlega sögu mannréttindamála á dögum Katrínar. Þessum lesanda stóð ekki á sama á tímabili í lestrinum hversu ítarlega og nákvæmlega hún rekur félags- og stjórnmálasöguna en um síðir koma öll kurl til grafar: lífshlaup ömmu hennar væri fátæklegra ef heildarmyndin væri ekki dregin upp jafnharðan, þá sögu má finna í mörgum öðrum bókum en hér gefur hún okkur baksvið þess lífshlaups sem er í forgrunni. Örfáar endurtekningar koma fyrir í bókinni en prýði hennar eru persónuleg gögn úr baráttu Katrínar, skrif hennar, bréf og uppköst sem gefa einstaka mynd af þessari merkilegu konu. 

Nú þegar ný verkalýðsstétt er að myndast, samansett af erlendu vinnuafli og konum sem fyrr, er þessi bók logandi áminning öllum lesendum að umbætur á réttindum alþýðu manna hafa aðeins náðst fyrir hugsjónir hóps sem vildi bæta samfélagið, stólpi í þeirri baráttu á ögurstund var þessi veikbyggða kona með barnahópinn sinn: við fráfall hennar orti Jóhannes úr Kötlum Raulað við barn: Liðin er hún Katrín/ með ljósið sitt á braut/ hún var okkar mikla/ huggun í þraut. Hún var okkar móðir/ hvar sem hún bjó/ —aldrei stærra hjarta/ í einu brjósti bjó.

Katrín Pálsdóttir hefur nú fengið sinn verðuga sess  í sögu tuttugustu aldarinnar. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár