Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Að afbera guðdóminn

Ein­hver hélt því fram að í ár væru jól hinna stuttu bóka. Ei­rík­ur Örn hef­ur ekki feng­ið memó­ið því Nátt­úru­lög­mál­in er doðrant­ur upp á nær 600 síð­ur. Þó leidd­ist þess­um les­anda aldrei og raun­ar er eft­ir­tekt­ar­vert hve vel hrað­an­um í frá­sögn­inni er hald­ið uppi þrátt fyr­ir lengd og þröngt af­mark­að sögu­svið.

Að afbera guðdóminn
Eiríkur Örn Norðdahl Mynd: Kristinn Magnússon
Bók

Nátt­úru­lög­mál­in

Höfundur Eiríkur Örn Norðdahl
Forlagið
597 blaðsíður
Niðurstaða:

Náttúrulögmálin er gríðarlega metnaðarfull heimspekileg skáldsaga og samfélagslýsing sem tekst á við stærstu spurningarnar um ríki Guðs og mannsins. Þótt hún sé eftir því löng og spekúlatív missir hún aldrei dampinn eða húmorinn.

Gefðu umsögn

Ítalska sjónvarpsserían Kraftaverkið (Il Miracolo), sem sýnd var á RÚV fyrir nokkrum árum, hefst á því þegar sérsveit ítölsku lögreglunnar ryður sér leið inn í felustað alræmds mafíuforingja. Felustaðurinn er einstaklega óhugnanlegur, útataður í blóði upp um alla veggi. En ekki eftir neina glæpi mafíuforingjans, sem finnst þarna hálfnakinn, rauður af dreyra, og vitstola. Nei, í fangi mafíósans var lítil og ódýr stytta af Maríu mey sem grét blóði. Grét og grét og grét þar til hún hafði útbíað allt.

Styttan er færð í leynilega neðanjarðarhvelfingu þar sem forsætisráðherra Ítalíu er kallaður til. Hvað átti að gera við styttuna? Forviða forsætisráðherrann stingur upp á að hún sé færð páfanum. En leyniþjónustan er á öðru máli. Styttan brýtur öll náttúrulögmál, segir njósnameistari ríkisins, grætur margfalt sína eigin þyngd af blóði á örfáum klukkutímum. Hún breytir öllu og hefur áhrif á allt. Tilvist hennar var pólitískt mál. Ítalska ríkið varð að glíma við hana. Það sem eftir lifði seríunnar olli þögul, grátandi Maríustyttan endalausum vandræðum fyrir alla sem af henni vissu. Því hvað á það að þýða þegar Drottinn almáttugur fer að skipta sér af heiminum á þennan hátt? Þennan heim sem svo margt skynsamt fólk reiðir sig á að fylgi ákveðnum reglum?

Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Nordahl fetar svipaðar slóðir. Hún gerist yfir sjö sumardaga árið 1925 á Ísafirði. Íslenska þjóðkirkjan hafði þá nýlega losað sig við biskup sem hafði tekið upp trú á spírítisma og neitað að finna þar neina þversögn við lögmál Jesú Krists (hér er um að ræða sannsögulega atburði). Í stað hans hafði reykvísk embættismannastétt tranað fram Jóni nokkrum Hallvarðssyni, fullkominni gufu af manni (og hér tekur skáldskapurinn við). Jón þessi biskup átti að reka ofan í þjóðina alla mögulega samúð með kukli og spírítisma en láta sem minnst á sér bera að öðru leyti. Því var kallað til prestastefnu á Ísafirði þar sem átti að storka ákveðinni þjóðsögu: Að Gleiðarhjalli myndi hrynja yfir bæinn og þurrka þar út alla byggð ef sjö prestar og einn eineygður myndu koma þar saman. Jón biskup safnar saman prestum eftir þessari forskrift og hyggst taka af þeim sigurreifa ljósmynd fyrir framan óhaggaðan hjallann. En einmitt þá fara tvíburarnir Guð og Satan að skipta sér af: Það verður kraftaverk.

„Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu.“

Næstu vikuna verður Ísafjörður að leiksoppi goðmagnanna tveggja. Guð birtist sem fjarlæg en sýnileg vera í mannsmynd sem enginn getur sammælst um hvernig lítur út fyrir utan það að hún er í of litlum fötum. Satan er öllu slægari og birtist í dulargervum. Báðir láta sér líf fólks í léttu rúmi liggja og vegir þeirra gætu varla verið órannsakanlegri. Eins og Jón biskup segir er nálægð við guðdóminn „ekkert sem hægt var að ætlast til að lifandi fólk afbæri til lengdar“. Hegðun bæjarbúa fer skjótt að breytast á þessum vígvelli himneskra og helvískra afla, bæði til hins betra og hins verra, og er því lýst í smáatriðum í gríðarstóru persónugalleríi bókarinnar (það er listi yfir persónurnar aftast – upp á einar fjórar síður!)

Einhver hélt því fram að í ár væru jól hinna stuttu bóka. Eiríkur Örn hefur ekki fengið memóið því Náttúrulögmálin er doðrantur upp á nær 600 síður. Þó leiddist þessum lesanda aldrei og raunar er eftirtektarvert hve vel hraðanum í frásögninni er haldið uppi þrátt fyrir lengd og þröngt afmarkað sögusvið. Aðalpersónurnar eru skýrt dregnar og nógu áhugaverðar til að leyfa hinum fjölmörgu og fjölbreyttu aukapersónum að blómstra meðfram þeim. Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu. James Joyce á að hafa sagt að hægt væri að endurbyggja gervalla Dublin ársins 1904 eingöngu upp úr bók sinni Ulysses. Ég er ekki frá því að það sama sé hægt að segja um Ísafjörð ársins 1925 og Náttúrulögmálin. 

En fyrir utan eftirminnilegar persónurnar situr eftir hvernig heimur hins guðdómlega, heimur kraftaverkanna, er ósamrýmanlegur okkar tímum sem byggja á meintri skynsemishyggju sem þó er að draga okkur öll fram af bjargbrún. Guðdómurinn er óþægilegur ljár í þúfu trúarinnar, markaðarins, kynlífsins, samfélagsins alls. Ef eitthvað er til þarna úti sem getur svipt okkur öllum okkar skynsömu, fyrirframgefnu hugmyndum á einu bretti, hvers virði er þetta allt saman? Hvað skiptir þá máli? Þetta eru spurningar sem við forðumst oftast að spyrja en Náttúrulögmálin hvika ekki frá. Á endanum kemst prófasturinn á Ísafirði að því að Guð „lifði í okkur, í samheldni okkar og samkennd; því þar sem við finnum til með öðrum, þar er hann“. Ég horfi á fréttamyndir af deyjandi fyrirburum á Gaza og óska eftir kraftaverki.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
6
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Ari Trausti Guðmundsson
10
Aðsent

Ari Trausti Guðmundsson

Nám­ur í sjó?

Ari Trausti Guð­munds­son, jarð­vís­inda­mað­ur og fyrr­um þing­mað­ur Vinstri grænna, skrif­ar um námu­rekst­ur á hafs­botni og áhrif­un­um sem slík­ur iðn­að­ur gæti haft á vist­kerf­in til lengri og skemmri tíma. Áhugi stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja á slíkri auð­linda­nýt­ingu hef­ur auk­ist á und­an­förn­um ár­um en Ari var­ar við því að slík starf­semi kunni að vera ósjálf­bær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár