Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Félag Helga Magnússonar tapaði 2,5 milljörðum króna í fyrra

Eft­ir að hafa selt hlut sinn í Bláa lón­inu á ár­inu 2021, og hagn­ast um 3,2 millj­arða króna, þá varð mik­ill við­snún­ing­ur á rekstri Hof­garða í fyrra. Tap­ið skýrist að mestu vegna þess að hluta­bréf fé­lags­ins lækk­uðu í virði.

Félag Helga Magnússonar tapaði 2,5 milljörðum króna í fyrra
Fjölmiðlar Helgi Magnússon hefur verið stórtækur í fjárfestingum í fjölmiðlum á síðustu árum. Mesta athygli vöktu kaup hans á Fréttablaðinu, sem hætti að koma út í lok mars á þessu ári eftir að útgáfufélag þess fór í þrot. Mynd: Torg

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, tapaði rúmlega 2,5 milljörðum króna á árinu 2022 eftir að búið var að reikna inn 146 milljóna króna reiknaðan tekjuskatt vegna tapreksturs, sem reiknast sem tekjur. Alls var rekstrartapið því nálægt 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Hofgarða.

Tapið skýrist að uppistöðu af því að virði hlutabréfa sem Hofgarðar eiga lækkuðu verulega í virði, eða um 1,6 milljarða króna á síðasta ári. Þá var bókfært 409 milljón króna sölutap af hlutabréfum auk þess sem Helgi færði niður kröfur um 707 milljónir króna. 

Sú niðurfærsla var vegna lána sem Hofgarðar höfðu veitt Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla, sem Helgi hefur átt að mestu undanfarin ár. Torg var tekið til gjaldþrotaskipta í vor og Fréttablaðið hætti að koma út í lok mars síðastliðins. Alls var kröfum upp á 1,5 milljarð króna lýst í búið. 

Langhæsta krafan, upp á 988 milljónir króna, kom frá Hofgörðum.

Til skoðunar að rifta sölu

Heimildin greindi frá því í byrjun júlí að einungis um 100 milljón króna eignir væru á þeim tíma í þrotabúi Torgs. Síðan þá hefur Landsprent, systurfélag útgáfufélags Morgunblaðsins, keypt prentvél sem notuð var til að prenta Fréttablaðið fyrir ótilgreinda upphæð úr búinu auk þess sem búið reyndi að sækja um rekstrarstyrk í ríkissjóð sem ætlaðir eru fjölmiðlum í rekstri, en var hafnað. 

Til skoðunar hefur verið hjá skiptastjóra Torgs hvort ástæða sé til þess að rifta samningi sem það gerði við Hofgarða í mars 2021. Þá keyptu Hofgarðar vörumerki fjölmiðla út úr Torgi og fyrir það segist Helgi, sem var eigandi beggja félaga, hafa greitt 480 milljónir króna. Auk þess keypti dótturfélag Hofgarða dv.is, hringbraut.is og Iceland Magazine á 420 milljónir króna úr þrotabúi Torgs í lok marsmánaðar 2023, á sama tíma og þeir tilkynntu starfsfólki Torgs að félagið væri að fara í þrot og að útgáfu Fréttablaðsins yrði hætt. Fyrir liggur að sú upphæð var ekki greidd í reiðufé ef miðað er við að eignir þrotabús Torgs duga ekki fyrir forgangskröfum.

Mikill hagnaður 2021 eftir sölu á hlut í Bláa lóninu

Þrátt fyrir mikið tap í fyrra eru Hofgarðar ekki á flæðiskeri statt. Félagið hagnaðist um 3,2 milljarða króna á árinu 2021, þar sem meginskýringin var sala á sex prósenta hlut félagsins í Bláa lóninu til fjárfestingafélagsins Stoða á því ári. Eigið fé Hofgarða fór úr 2,9 milljörðum króna í 5,2 milljarða króna milli áranna 2020 og 2021 vegna þessa.

Í fyrra dróst eigið féð saman vegna ofangreinds taps og þess að félagið borgaði upp 500 milljón króna langtímalán. Alls var eigið fé Hofgarða 3,6 milljarðar króna um síðustu áramót.

Helstu eignir félagsins eru hlutabréf í óskráðum félögum sem metin eru á rúmlega einn milljarð króna og skráð hlutabréf og hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum sem metin voru á rúmlega 1,6 milljarða króna í lok árs 2022. Þá átti félagið óefnislegar eignir sem metnar voru á 480 milljónir króna, en þar er væntanlega um að ræða vörumerki þeirra fjölmiðla sem Helgi keypti út úr Torgi árið 2021 á nákvæmlega þá upphæð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Konan fékk ekki læknisfræðilega skoðun á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
1
Fréttir

Kon­an fékk ekki lækn­is­fræði­lega skoð­un á neyð­ar­mót­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is

Fram­burð­ur Al­berts Guð­munds­son­ar var „stað­fast­ur, skýr og trú­verð­ug­ur“ að mati Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur þar sem hann var sýkn­að­ur í dag af ákæru vegna nauðg­un­ar. Fram­burð­ur kon­unn­ar fái ekki fylli­lega stoð í gögn­um máls­ins. Tek­ið er fram að ekk­ert liggi fyr­ir um nið­ur­stöð­ur lækn­is­fræði­legr­ar skoð­un­ar á neyð­ar­mótt­töku vegna kyn­ferð­isof­beld­is - „hverju sem þar er um að kenna.“
Foreldrar og fullorðið fólk lykilbreyta sem stjórnar líðan ungmenna
7
Viðtal

For­eldr­ar og full­orð­ið fólk lyk­il­breyta sem stjórn­ar líð­an ung­menna

Van­líð­an ungs fólks er að fær­ast í auk­ana og hef­ur ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir; allt frá óæski­legri hegð­un í skól­um til of­beld­is­hegð­un­ar og auk­inn­ar tíðni sjálfsskaða, seg­ir banda­ríski sál­fræð­ing­ur­inn Christoph­er Will­ard. Hann kenn­ir með­al ann­ars nú­vit­und og sam­kennd sem hann tel­ur að geti ver­ið sterk for­vörn.
Tugmilljónir í húfi fyrir stjórnina að kjósa ekki strax
9
Fréttir

Tug­millj­ón­ir í húfi fyr­ir stjórn­ina að kjósa ekki strax

Út­lit er fyr­ir að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir verði af meira en 170 millj­ón­um króna tóri sam­starf þeirra ekki fram yf­ir ára­mót. Greiðsl­ur úr rík­is­sjóði upp á 622 millj­ón­ir skipt­ast á milli flokka eft­ir at­kvæða­fjölda í kosn­ing­um. Stuðn­ing­ur við stjórn­ar­flokk­ana þrjá hef­ur hrun­ið og það gæti stað­an á banka­reikn­ing­um þeirra líka gert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
5
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
3
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu