Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Næstum annar hver Íslendingur vantreystir Seðlabanka Íslands

Hlut­fall þeirra lands­manna sem bera lít­ið traust til Seðla­bank­ans hef­ur þre­fald­ast á tveim­ur ár­um og van­traust í hans garð hef­ur ekki mælst meira í yf­ir ára­tug. Ein­ung­is tæp­ur fjórð­ung­ur lands­manna treyst­ir bank­an­um vel. Sá hóp­ur hef­ur rúm­lega helm­ing­ast frá 2021.

Næstum annar hver Íslendingur vantreystir Seðlabanka Íslands
Dvínandi vinsældir Traust til Seðlabanka Íslands tók kipp eftir að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra. Vextir voru lágir og kaupmáttur jókst mikið. Síðustu ár hefur orðið mikill viðsnúningur með viðvarandi hárri verðbólgu og svimandi háum stýrivöxtum sem hafa dregið verulega úr kaupmætti landsmanna. Samhliða hafa vinsældir bankans hríðfallið. Mynd: Heiða Helgadóttir


Alls bera 47 prósent landsmanna lítið traust til Seðlabanka Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vantraust á bankann hefur ekki mælst svo mikið síðan á árinu 2012, eða fyrir ellefu árum síðan. Á tveimur árum hefur vantraust á Seðlabankann farið úr því að mælast 16 prósent í áðurnefnda tölu, 47 prósent. 

Einungis 23 prósent landsmanna segjast bera mikið traust mikið traust til bankans nú en í desember 2021 sögðust 54 prósent aðspurðra treysta honum vel. Áratugur er síðan að svo lágt hlutfall landsmanna svaraði því til að hann treysti Seðlabankanum svo lítið. 

Kjósendur stjórnarflokkanna þriggja: Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, treysta Seðlabankanum mun betur en kjósendur annarra flokka. Á meðal kjósenda stjórnarflokkanna mælist mikið traust á bankann á bilinu 38 til 46 prósent en hjá kjósendum annarra flokka er það á bilinu níu til 27 prósent. Mest er vantraustið hjá kjósendum Fólks flokksins og Sósíalistaflokksins þar sem 70 til 75 prósent treysta Seðlabanka Íslands lítið.

Már Guðmundsson gegndi stöðu seðlabankastjóra í um áratug, frá árinu 2009 og fram í ágúst 2019. Ásgeir Jónsson var skipaður eftirmaður hans af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og hefur því setið í stóli seðlabankastjóra í rúmlega þrjú ár, en skipunartimi hans er til fimm ára.

Davíð, Már og Ásgeir

Þegar Már tók við sem seðlabankastjóra var stutt liðið frá bankahruni og traust almennings á Íslandi gagnvart helstu stofnunum samfélagsins almennt afar lítið. Þannig var líka með traust gagnvart Seðlabanka Íslands, en í september 2009 sögðust 53 prósent landsmanna vantreysta honum og einungis 13 prósent að þeir bæru mikið traust til bankans. Það var þó mun betri staða en hafði verið í desember 2009, þegar Davíð Oddsson var aðalbankastjóri, formaður þriggja manna bankastjórnar. Þá sagðist þriðji hver landsmaður að hann bæri lítið traust til Seðlabankans og einn af hverjum tíu að hann treysti bankanum vel. Lögum var breytt þannig að hægt yrði að koma Davíð úr starfi en hann ákvað að segja af sér áður en það gerðist. Norðmaðurinn Svein Harald Øygard settist í stólinn í nokkra mánuði á árinu 2009 áður en Már var formlega skipaður

Í síðustu mælingu Maskínu áður en að Már hætti, sem var framkvæmd í apríl 2019, sagðist fjórðungur treysta bankanum vel en 37 prósent treystu honum litið. Eftir að Ásgeir tók við lagaðist staðan hratt og traust til Seðlabanka Íslands fór í methæðir. Í desember 2021 mældist vantraust á hann einungis tólf prósent og í september árið eftir sögðust 54 prósent landsmanna að þeir treystu bankanum mikið. Á þessum árum voru stýrivextir í lágmarki, þeir fór lægst í 0,75 prósent vorið 2021. Peningar voru ódýrari en nokkru sinni fyrr í Íslandssögunni og kaupmáttur jókst gríðarlega, meðal annars vegna þessa. Landsmenn færðu sig í stórum stil yfir í óvertryggð lán meðal annars vegna þess að Ásgeir hvatti til þess opinberlega. Í viðtölum greindi hann frá því að í fyrsta sinn væri það „raunverulegur valkostur fyrir heimilin að skipta yfir í nafnvexti og þannig afnema verðtrygginguna að eigin frumkvæði af sínum lánum“. Afleiðingin varð sú að hlutfall óverðtryggðra lána fór úr því að vera um 30 prósent allra íbúðarlána fyrir kórónuveirufaraldur í að vera yfir helmingur allra lána þegar stýrivextir fóru að hækka á árinu 2021. 

Allt breytt á Íslandi

Síðan hefur orðið algjör kúvending á Íslandi. Verðbólga hefur verið mikil um langt skeið og mælist í dag 7,9 prósent. Til að takast á við þessa stöðu hefur Seðlabanki Íslands ítrekað hækkað stýrivexti og þeir standa nú í 9,25 prósent. Vegna þessa hafa íbúðalánavextir á óverðtryggðum lánum farið úr því að vera á milli fjögur og fimm prósent í að vera um og yfir ellefu prósent. Mánaðarleg greiðslubyrði slíkra lána hefur í mörgum tilvikum tvöfaldast. Kaupmáttur launa hefur nú dregist saman fjóra ársfjórðunga í röð og vaxtagreiðslur heimila á fyrri hluta ársins 2023 voru 22,5 milljörðum krónum hærri en á sama tímabili í fyrra.

Heimili landsins hafa fyrir vikið flúið í stórum stíl aftur í verðtryggð lán. Frá byrjun árs 2023 og út septembermánuð tóku heimili landsins verðtryggð íbúðalán hjá stóru bönkunum þremur, Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka, fyrir samtals 100 milljarða króna umfram það sem þau greiddu slík lán niður. Það er næstum því þreföld sú upphæð sem bankar landsins lánuðu verðtryggt allt árið í fyrra.

Í septembermánuði einum saman var umfang verðtryggðrar lántöku 25,6 milljarðar króna sem er Íslandsmet í töku verðtryggðra íbúðalána á einum mánuði. Fyrra met var sett í ágúst þegar heimilin tóku slík lán upp á 17,7 milljarða króna. Munurinn á milli ágúst og september var því um 45 prósent. 

Samhliða þessu hefur traust á Seðlabanka Íslands hríðfallið og vantraust á bankann stóraukist. Á tveimur árum hefur vantraustið næstum þrefaldast úr 16 prósent í 47 prósent.

Könnunin fór fram dagana 12. til 18. október 2023 og voru svarendur 1.259 talsins.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár