Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Svört skýrsla um spillingu

Um Eim­reið­arelít­una eft­ir Þor­vald Loga­son

Svört skýrsla um spillingu
Eimreiðarelítan eftir Þorvald Logason (464 bls.) er athyglisverður og sláandi lestur fyrir margra hluta sakir.

Í fyrsta lagi hefur höfundurinn sankað að sér gögnum um langt skeið eða frá því fyrir bankahrunið 2008. Hann fjallaði síðar um efnið í meistararitgerð sinni um þremur árum eftir Hrunið.  Nú tíu árum síðar er Þorvaldur búinn að melta og meitla efnið og slær tæran grunntón í verki sínu.

Í öðru lagi krefst hugrekkis að fjalla á dýptina, líkt og Þorvaldur gerir, um valdamikið samtíðarfólk á Íslandi sem kaldrifjað hefur leitt saman þræði stjórnmála og viðskiptalífs með nýfrjálshyggjuna að vopni síðustu áratugina. Ljóst er af lestrinum að valdaelítan svífst einskis í valdatafli sínu og sérhagsmunagæslu.

Í þriðja lagi hikar Þorvaldur ekki við að gagnrýna með rökum ýmsa fræðimenn og aðra sem hann telur augljóslega hafa bognað undan elítunni og sýnt henni auðsveipni og gefið henni eftir dagskrárvaldið.

Í fjórða lagi fjallar Þorvaldur um ýmsar áður óbirtar upplýsingar einkum um innanhússmál í Landsbankanum fyrir Hrun. Þar kemur vitanlega sérstaklega við sögu Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins í aldarfjórðung og hægri hönd Davíðs Oddssonar nær alla tíð innan Eimreiðarhópsins sem utan. Sá var ekki yfirheyrður eftir hrun!

Í fimmta lagi endurmetur Þorvaldur margvísleg gögn, meðal annars niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis (RnA) og kemst að því að aðdragandinn að Hruninu hafi hafist mörgum árum fyrr en almennt er álitið. Fyrir þessu leggur hann fram gild rök sem snerta einkum einkavæðingaráráttu sjálfstæðisflokksins, að færa vildarvinum almannaeigur fyrir slikk.

Í sjötta lagi er að finna í bókinni ýtarlegustu samantektina sem undirritaður hefur séð á langvinnum og endurteknum tilraunum Eimreiðarelítunnar og innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins til þess að sveigja alla fjölmiðlun í landinu undir sig og hafa þannig tögl og hagldir í yfirleitt allri umræðu og skilgreningarvald yfir sannleikanum meðal fámennrar þjóðar.

Í sjöunda lagi má nefna athyglisverða rýni Þorvaldar í notkun hugtaka, meðal annars í í skýrslu RnA. Hugtakanotkun sem hann telur villandi og til þess fallna að afvegaleiða almenning, ofast í þágu mikilvægra hagsmuna elítunnar. Það sem skýrt er til að mynda „veikt“fé föllnu bankanna í skýrslu RnA vill Þorvaldur að sé kallað sínu rétta nafni: „fjársvik“. 

Íslenskir stjórnmálamenn, Seðlabankinn og stjórnendur föllnu bankanna höfðu fyrir löngu fyrirgert trausti sínu meðal erlendra seðlabanka, stjórnvalda og eftirlitsaðila í nágrannalöndum þegar Bretar virkjuðu lög til að vernda hagsmuni breskra innstæðueigenda í Landsbankanum (Icesave). Þetta voru kölluð „hryðjuverkalög“ á Íslandi: Þjóðremblarnir  og áróðursgúrú Eimreiðarhópsins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, gerðu þar með útlendinga að óvinum ríkisins í þágu elítunnar sem svo forsetinn studdi einnig. Allt var þetta áróður að mati bókarhöfundar í þágu elítunnar sem bar líkast til mestu ábyrgðina á Hruninu.

Í síðari tíma hringiðu og samslætti stjórnmála og viðskiptalífs undir merkjum Sjálfstæðisflokksins, meðal annars á einkavæðingarskeiðinu fyrir hrun bættust ótal margir inn í þennan hóp og varð að elítuneti. Má þar nefna bræðurna Árna og Þór Sigfússyni, bræðurna Karl og Steingrím Wernerssyni, feðgana Björgólf Thor og Björgólf Guðmundsson, Illluga Gunnarsson, Tryggva Þór Herbertsson, Friðrik  Sophusson, Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, Óli Björn Kárason, Óskar Magnússon, Ari Edvald o.fl. o.fl. Hér mætti endalaust telja áhangendur og aðra, t.d. innan útgerðarvaldsins, sem valdar þetta kerfi og tekur virkan þátt í að brjóta undir sig innviði og fyrirtæki í eigu almennings.

Endurmat og gagnrýnin framsetning

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor, hefur talað fyrir því í bók sinni um Elítur og valdakerfi á Íslandi að eftir því sem fram liðu stundir hafi helmingaskiptakerfið orðið samsettara og einkennst meira af fjölræði. M.ö.o. að elítukerfi helmingaskipta og Eimreiðarhópsins hafi brotnað upp í fleiri einingar. Enda hafi ýmsir kraftar verið þar að verki svo sem betri þjálfun og meiri fagmennska í embættismannakerfinu. Telur Gunnar Helgi að áratugina þrjá til fjóra fram að hruni hafi ríkt á Íslandi samkeppniselítismi. Þorvaldur kaupir þetta ekki og segir að einkennin hafi verið samráðselítismi. Þegar horft er á þéttriðið net sjálfstæðismanna í nær ÖLLUM lykistöðum samfélagsins (sjá hér að ofan) er ekki að undra að Þorvaldur haldi fram rökum um innmúraðan elítisma og samráð og og blási á að það net hafi liðast í sundur á nokkurn hátt.

Gefum Þorvaldi orðið: „Aðalskýring Rannsóknar Alþingis  á Hruninu er röng. Bankarnir féllu ekki vegna þenslu. Þenslan var vandlega hönnuð innan pólitíska efnahagsins af ráðandi valdaelítu á Íslandi til þess að skapa sjálfri sér aðstæður til að hagnast hratt.
Öfgafull þensla var búin til, bæði á sviði ríkisvaldsins og sviði viðskiptalífsins, leidd af ráðandi þekkingarvaldi undir rökvísi frjálshyggjunnar.“  Þegar þarna er komið sögu er Þorvaldur  búinn að benda á tengsl tveggja af þremur sem skipuðu Rannsóknarnefnd Alþingis við Sjálfstæðisflokkinn: Pál Hreinsson (formann) og Tryggva Gunnarsson. Líklega hafi þeir tekið að sér að milda orðalag m.a. til þess að sneiða hjá því að nota orðið „fjársvik“ um gamla flokksbræður. Þorvaldur er ekkert einn um að reyna að kalla fjársvik sínu rétta nafni. Hættan er líka ávallt sú að reynt er að velta fjársvikum yfir á almenna skattgreiðendur og láta þá borga brúsann. Almenn skynsemi og þekking má sín lítils gagnvart harðsnúinni sérhagsmunagæslu, valdi og misbeitingu þess. Rannsóknir sýna að varhugavert er að treysta því að skynsemi, kunnátta og þekking gegni ævinlega lýkilhlutverki þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í þágu almannahagsmuna. Þegar á reynir víkur þekkingin og skynsemin fyrir valdinu og sérhagsmunagæslunni.

Hver var mesti óreiðumaðurinn?

Fræg urðu orð Davíðs Oddssonar (þá enn órekinn seðlabankastjóri) dagana eftir Hrun um að við (íslenska þjóðin) „borgum ekki skuldir óreiðumanna“. Þessi orð urðu eldiviður í málflutning Indefence hópsins og annarra sem hölluðust að umsáturskenningunni (vondir útlendingar o.þ.h.). Við lestur Eimreiðarelítunnar kemst maður að því að bankarnir voru ósjálfbærir þegar tveimur árum fyrir hrun og Davíð í stöðu seðlabankastjóra búinn að fara ýmsar, jafnvel ólöglegar leiðir, til að rétta þeim fé til að halda þeim á floti (Var það í þágu almennings eða vina og elítubræðra?). Með öðrum orðum var Davíð búinn að aðstoða óreiðumenn um langa hríð og taka með því áhættu á kostnað almennings, ekki í þágu hans. 

Hér í lokin er verðugt að Þorvaldur fái sjálfur orðið í sinni mikilvægu bók: „Spillingin orsakaði Hrunið eins og raddir Búsáhaldabyltingarinnar töldu alltaf. Ótvíræð niðurstaða er að Eimreiðarelítan á mesta sök á þeirri spillingu sem var stærsti orsakavaldur Hrunsins. Pólitísk stjórnunarsvik Eimreiðarelítunnar voru undanfari þeirrar bylgju stjórnunarfjársvika bankakefisins sem rústaði efnahagslífi Íslands. Eimreiðarelítan misnotaði vald sitt alla tíð og sáði í akur vina sinna. Sú valdamisnotkun öll náði hámarki í aðdraganda Hrunsins, þegar elítan gaf bönkunum leyfi til að sækja sér fjármuni á hvern þann veg  sem þeir gátu og afhenti þeim jafnframt alla þá fjármuni sem elítan mögulega gat.

Á þeirri stundu var íslenskt lýðræði orðið að þjófræði.“

Kjósa
109
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigridur Hjaltadottir skrifaði
    Hvað getum við gert?
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Skemmtileg einföldun á kerfislægri spillingu að hengja hana á ákveðinn hóp eða stjórnmálamenn svo ekki sjáist hvað gerðist þegar þrifapésar taka við. Bretar virkjuðu ákvæði hryðjuverkalaganna sinna... við fundum orðið ekki upp.... og það var meira en Icesave í pottinum.. skemmtilegt að sjá hvað þið skautið öll hjá því sem menn vilja ekki sjá.

    Forvitnilegt að vita hvort Þorvaldur hafi yfirleitt talað við erlendu aðilana sem svo snögglega snéru við okkur baki og greinilega að hann hefur ekki horft á hversu rösklega þeim tókst að verja hagsmuni sína hérlendis... bæði í sjóðum og kröfum....miðað við hversu holir föllnu bankarnir áttu að vera... og hversu marga tugi milljarða og hundruðir afskrifuðu stjórnendur slitastjórnanna... ráðlegg Þorvald að grafa upp hið fræga Tower IV mál í Makao og spyrja heimamenn þar.... hvað virkilega gerðist.

    Spilling í stjórnkerfinu olli hruninu... ekki aðrir... og sú spilling hefur aldrei veriið hreinsuð.

    "Our man in Iceland" sagði einn stjórnandi Magma í emaili.... og átti við þann rauða sem sló skjaldborg um hagsmuni Deutsche Bank og annarra kröfuhafa.

    Allir vita Rannsóknarnefnd Alþingis var brandari... no news þar.
    -14
    • SSS
      Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
      Það er alltaf bráð fyndið að lesa ummæli sófasérfræðinga sem allt þykjas vita ☻g það betur en fólk sem hefur rannsakað og grúskað í málefninu um langt ára bil.

      Í fyrsta lagi hefur höfundurinn sankað að sér gögnum um langt skeið eða frá því fyrir bankahrunið 2008. Hann fjallaði síðar um efnið í meistararitgerð sinni um þremur árum eftir Hrunið. Nú tíu árum síðar er Þorvaldur búinn að melta og meitla efnið og slær tæran grunntón í verki sínu.
      14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár