Eftir að jarðhræringar í Grindavík jukust fór af stað umræða í samfélaginu um hlutverk sérfræðinga í slíkum aðstæðum, raunar hvort það væri almenningi ávallt fyrir bestu að þeir miðluðu þekkingu sinni. Á Vísi.is birtist grein þar sem Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill benti á að misræmi í framsögu sérfræðinga getur valdið upplýsingaóreiðu.
Þar gagnrýndi hann Þorvald Þórðarson, starfandi prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, fyrir að hræða fólk. Þorvaldur var þeirrar skoðunar að rýma ætti Grindavíkurbæ áður en að það var formlega ákveðið af lögreglustjóra Suðurnesja og Almannavörnum.
Hlutverk sérfræðinga
Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Aðspurður um hvort sérfræðingar eigi alltaf að fá að miðla þekkingu sinni eða hvort það sé orðið hlutverk almannatengla, segir Eiríkur það vera tilgangu sérfræðinnar að afla þekkingar og miðla henni.
„Það er hlutverk sérfræðinga að þegar það koma þjóðfélagslegir þættir, sem þarf að hafa sérþekkingu á, að taka þá til …
Athugasemdir