Sjónlaus í Gasa

Oft hef­ur ver­ið bar­ist á Gasa og blóð lit­að slóð. Hér seg­ir af Filiste­um sem þar gerðu höf­uð­borg sína en máttu þar líka þola mik­ið hrun — bók­staf­lega.

Sjónlaus í Gasa
Hinn blindi Samson í Gasa Árið 1947 var bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Cecil B. DeMille að undirbúa kvikmynd sína, Samson and Delilah. Hann bað þá landa sinn, málarann Norman Rockwell að draga upp mynd af Samson á banastund sinni og Filistea. Rockwell var kunnastur fyrir góðlátlegar myndir af lífi bandarísku millistéttarinnar en teiknaði þessa hetjumynd fyrir DeMille. Mynd: Norman Rockwell

Hafiði komið til Krítar? Skoðað völundarhúsið í Knossos? Virt fyrir ykkur hinar stórkostlegu myndir af unga fólkinu sem gerir sér leik að því að fara á handahlaupum um bakið á tröllauknu nauti? Og hafiði velt fyrir ykkur með trega örlögum þeirrar mínósku menningar á Krít sem eyddist í einu vetfangi fyrir 3.600 árum þegar eldfjall á nálægri eyju bókstaflega sprakk í loft upp og gróf Knossos í gosösku eftir að ógnarleg flóðbylgja hafði fyrst brotið hallirnar og völundarhúsið í spón?

Já, þetta grunaði mig. Þótt víst hafi ekki allir komið í holdinu til Krítar hljóta allir að hafa hugleitt og harmað hin sviplegu örlög þeirra ótrúlegu menningar sem þar þreifst. Og hvort hin ótrúlega menning Forn-Grikkja hefði máske risið þúsund árum fyrr en ella ef ekkert eldgos hefði orðið og íbúar Krítar ekki allir dáið eða hrakist örsnauðir lúbarðir burt frá hrundum föllnum heimkynnum.

Og sagan öll orðið allt öðruvísi …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EH
    Eiríkur Hjálmarsson skrifaði
    Umskurn Ésú er nefnd í Nyja testamentinu þó örlaga forhúðarinnar sé ekki getið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár