Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tíska sem er andsvar við vestrænni neyslumenningu

Ný­lega var tísku­sýn­ing á hönn­un nem­enda á öðru ári í fata­hönn­un við Lista­há­skóla Ís­lands. Þar rann­sök­uðu nem­end­ur hvernig mætti skapa ný föt úr ósölu­hæf­um flík­um með því að nota þekk­ingu og að­ferða­fræði hönn­un­ar. Og beindu þannig sjón­um að tísku á Ís­landi í ljósi sjálf­bærni. En sýn­ing­in er hluti af verk­efn­inu Mis­brigði.

Tíska sem er andsvar við vestrænni neyslumenningu

Katrín María Káradóttir, dósent í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, er upphafsmanneskja Misbrigða, sem er verkefni unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands. Verkefnið er í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands og á heimasíðunni www.lhi.is/misbrigdi má lesa að með því séu rannsakaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Þannig sé sjónum beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.

Þar má einnig lesa þessa yfirlýsingu: Misbrigði er andsvar við vestrænni neyslumenningu og unnið í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi.

Misbrigði hafa staðið að samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins frá upphafi, ásamt Guðbjörgu Rut Pálmadóttur teymisstjóra sem sér um fataverkefni. Og er allt í öllu hjá fatasöfnuninni en án hennar stuðnings hefði ekki orðið neitt úr þessu, segir Katrín María, sem er stödd í Japan þegar hún svarar nokkrum spurningum um Misbrigði – í tilefni …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár