Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sameinast um tillögu utanríkismálanefndar

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata seg­ir til­lögu ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um við­brögð við ástand­inu fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs senda skýr skila­boð til ráð­herra og al­þjóða­sam­fé­lags­ins um stöð­una og okk­ar af­stöðu. Pírat­ar og Við­reisn styðja til­lög­una og hafa dreg­ið sín­ar þings­álykt­un­ar­til­lög­ur um við­brögð við ástand­inu á svæð­inu til baka.

Sameinast um tillögu utanríkismálanefndar

Tvær þings­álykt­un­ar­til­lög­ur höfðu ver­ið lagð­ar fram á Al­þingi um átök­in og ástand­ið fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs. Pírat­ar, Sam­fylk­ing, Flokk­ur Fólks­ins og tvær þingkonur Vinstri grænna vildu að að­gerð­ir Ísra­els­hers í Palestínu yrðu for­dæmd­ar og að kallað yrði eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi af mann­úð­ar­ástæð­um.

Tillaga Viðreisnar var samhljóða breytingartillögu Kanada á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Ísland sat eins og kunnugt er hjá í atkvæðagreiðslu við tillögu Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok október eftir að þar fór fram neyðarumræða vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs.
Utanríkisráðuneytið sagði í kjölfarið að sú tillaga hefði „snúið mjög að mannúðarhliðinni“ en ekki tekið til „grimmdarverka Hamas.“

Það var hins vegar gert í kanadísku tillögunni.

Á fundi utanríkismálanefndar í morgun var málið tekið fyrir og komst nefndin að samkomulagi um þingsályktunartillögu en þar er farið fram á vopnahlé á Gaza, að hryðjuverk Hamas samtakanna í Ísrael verði fordæmd og sömuleiðis árásir Ísraelsstjórnar á Gaza.

„Í nafni samstöðu“

Við upphaf þingfundar í dag tilkynnti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar þar sem árásir Ísra­els­hers í Palestínu eru for­dæmd­ar og kallað eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi af mann­úð­ar­ástæð­um, að hún yrði nú dregin til baka í nafni samstöðu.

Þórhildur Sunna sagði í ræðu sinni að í gær hafi verið liðinn mánuður frá því að átökin brutust út. Það hafi liðið mánuður án þess að utanríkisráðherra hefði fordæmt „þá skelfilegu stríðsglæpi sem við höfum orðið vitni að af hálfu ísraelshers,“ sagði Þórhildur Sunna, án þess að sami ráðherra hafi gert skýra kröfu um vopnahlé strax. 

„Það var af þeim sökum sem ég lagði fram dagskrártillögu í gær til að þingið gæti rætt hver stefna íslands er í þessum málið, komist að sameiginlegri niðurstöðu og sent skýr skilaboð.“

Þá sagði hún að frá því að frá því að hún lagði dagskrártillöguna fram hefði orðið sú þróun að fram væri komin tillaga frá utanríkismálanefnd „sem sameinar alla flokka í skýrri tillögu sem er auðvitað ekki 100% eins og ég hefði orðað hana sjálf en er mikilvæg málamiðlun og sendir mikilvæg og skýr skilaboð bæði til ráðherra og alþjóðasamfélagsins um stöðuna og okkar afstöðu verði hún samþykkt.“

Hún sagðist því draga dagskrártillöguna sína til baka og sömuleiðis þingsályktunartillöguna sem að hún og níu aðrir þingmenn, þar á meðal tvær þingkonur Vinstri grænna höfðu lagt fram. Hún sagðist gera það „í nafni samstöðu.“

Segir tillöguna mikilvæg skilaboð frá Alþingi Íslendinga

Viðreisn greindi einnig frá því í upphafi þingfundar að þeirra þingsályktunartillaga sem fjallaði um viðbrögð við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs, yrði dregin til baka.  

„Sú tillaga sem utanríkismálanefnd hefur sameinast um er efnislega samhljóða þeirri tillögu okkar. Okkar tillaga var byggð á þeirri breytingartillögu sem Kanada lagði fyrir þing Sameinuðu þjóðanna og allir bandamenn okkar í Evrópu og víðar sættust á þá. Þannig að þróun mála í þinginu hér í dag hefur verið mjög ánægjuleg. Þingflokkur Viðreisnar dregur því þingsályktun sína til baka og við styðjum heilshugar þá lendingu sem náðist á fundi utanríkismálanefndar í morgun,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. 

Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar sagði í þinginu fyrir um stundu að tillaga nefndarinnar væri málamiðlun sem byggðist á ályktun Jórdaníu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna með breytingartillögu Kanada. 
„Ég tek undir með háttvirtum þingmanni Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, varðandi það hversu mikilvægt það er að þessi málamiðlun hafi náðst um þessi mikilvægu skilaboð frá Alþingi Íslendinga,“ sagði Diljá og bætti við að hún hefði eftir samtal við forseta þingsins vilyrði fyrir því að málið kæmist á dagskrá á morgun ef Alþingi samþykkir það.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár