Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þurfi faglega en ekki pólitíska umræðu um fjölmiðlastyrki

Formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands seg­ir „ósk­andi að stjórn­mála­menn gætu sam­mælst um að taka um­ræð­una um fjöl­miðla og blaða­mennsku upp úr skot­gröf­um póli­tískra deilna.“ Henni finnst at­huga­vert að Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, hafi í ræðu um fjár­mál borg­ar­inn­ar tengt sam­an fjöl­miðla­styrki frá rík­inu og svo efnis­tök ein­stakra fjöl­miðla.

Þurfi faglega en ekki pólitíska umræðu um fjölmiðlastyrki
Sigríður Dögg, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir ríkisstyrki mikilvæga fyrir fjölmiðla sem hafa tapað stórum hluta auglýsingatekna til erlendra veitna. Mynd: Press.is

„Það er margt sem mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, en sú umræða þarf að fara fram á faglegum grundvelli. Alls ekki pólitískum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, í færslu á Facebook. 

Þar gerir Sigríður Dögg að umtalsefni ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, á borgarstjórnarfundi í gær þar sem Dóra Björt segist telja það eðlilega forsendu þess að fá fjölmiðlastyrk frá ríkinu að fjölmiðill sýni af sér „hlutleysi og styðj[i] við lýðræðishlutverk fjölmiðla.“

Borgarfulltrúi gagnrýndi efnistök

Ræðuna flutti Dóra Björt í umræðum um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir komandi ár og vakti töluverða athygli að hún skyldi þar ræða um fjölmiðlastyrki. Hún gagnrýndi þar styrkþegar séu jafnvel fjölmiðlar „sem fylgja augljósri pólitískri stefnu sem snýr að því að sverta borgina yfir í hendur Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Dóra Björt. 

Hún hélt síðan áfram: „Morgunblaðið dirfðist lengi vel til dæmis til þess að vera með sérstakan undirglugga á forsíðu mbl.is um fjárhagslega erfiðleika Reykjavíkur. Það er varla hægt að hugsa sér grímulausa pólitíska stöðutöku. Finnst okkur þetta bara í lagi?“

Á undir högg að sækja

Sigríður Dögg segist ekki gera athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar.. „Hverjum sem er er sömuleiðis frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis,“ segir hún. 

Sigríður Dögg bendir á að það sé óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hafi sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska eigi undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla sé ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópi til sín þorra auglýsingatekna og ekki hafi tekist að bæta upp það tap með auknum áskriftum. 

Upp út skotgröfunum

„Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis,“ segir hún og bætir við: „Það væri óskandi að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Sambærilegt fyrirkomulag og t.d. listamannalaun/rithöfundalaun = sjálfstætt starfandi blaðamönnum er greitt BEINT fyrir vinnu sína (ríkisstyrk) og þyrftu á móti að skila tiltekinni vinnu á tilskyldum tíma, er þetta eitthvað til umhugsunar ? Áskriftar-fyrirkomulag er farsælasta leiðin, þannig verða fjölmiðlar ekki háðir stjórnvöldum/auglýsingum og myndu ávallt starfa í þágu almannahagsmuna.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þeir koma víða við, velunnarar Mogga litla

    Sigríður Dögg sem skrifar hér, er hagsmunagæsluaðili fyrir hagsmuni blaða- og fréttamanna. Er vill gjarnan að almenningur styðji útgáfu á fjölmiðlum með miklum útlátum úr ríkissjóði. En slíkir styrkir hækka auðvitað laun sumra blaðamannanna á blöðunum.

    Formaður félags blaða- og frétta er auðvitað ekki mark-tækur í þessari umræðu vegna hagsmunatengsla sinna.

    Það er hressilega ofmælt að styrkir til fjölmiðla sem hafa þann eina tilgang að standa vörð um ákveðna hagsmuni styrki lýðræðið í landinu.

    Það er áberandi að tveir helstu fjölmiðlar í landinu er báðir eru hluti af hagsmunagæslu ákveðinna hagsmuna aðila í atvinnurekstri ásamt slíkum viðhorfum fyrirtækjanna í landinu fá langmestu styrkina.

    Það vill svo til, að líklega er mikill meirihluti landsmanna er sammála þessum borgarfulltrúa um að ekki eigi að að styrkja flokkspólitísk áróðursblöð.

    Er njóta reyndar einnig styrkja frá fyrirtækjunum á einn eða annan hátt og njóta þannig stuðning frá starfsfólki þessara fyrirtækja.

    Í morgunþætti útvarpsins í morgunn fletti útvarps-maðurinn Mogga litla í sífellu og las úr sneplinum eitt og annað.

    Það eru auðvitað aðrir fjölmiðlar í landinu sem eðlilegt hefði verið að fengju sömu auglýsingaþjónustu og Moggi litli
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Morgunblaðið hefur ekkert að með ,,styrki" að gera , því að blaðið er bara áróðurspési fyrir pólitíska eigendur. Sá sem segir eitthvað annað er hræddur við eigendur. Við sem höfum lifað við Sjálfstæðisflokkinn og allar hans gjörðir hefur sýnt okkur fyrir hvað hann stendur. Skoðið hvaða hug þingmenn og eigendur bera til íslensks samfélags sem skrifað er í Morgunblaðið ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár