Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkjum heims sé skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð

Tíu þing­menn þeirra á með­al Jó­dís Skúla­dótt­ir og Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir frá Vinstri græn­um segja að rík­is­stjórn Ís­lands hafi lát­ið hjá líða að for­dæma árás­ir Ísra­els­hers á Gaza. Þau vilja að ut­an­rík­is­ráð­herra geri það og kalli einnig eft­ir taf­ar­lausu vopna­hléi. Mann­rétt­inda­sér­fræð­ing­ar segja þjóð­armorð yf­ir­vof­andi á Gaza. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata seg­ir ríkj­um heims skylt að koma í veg fyr­ir þjóð­armorð.

Ríkjum heims sé skylt að koma í veg fyrir þjóðarmorð
Talið að um 1000 börn séu grafin undir húsarústum á Gaza Rústir Al Bureij flóttamannabúðanna í Gazaborg fimmtudaginn 2. nóvember. Mynd: Ashraf Amra/AFP

Ríkisstjórnin hefur nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sem hafa farið fram úr öllu hófi og brjóta bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins þann 26. október síðastliðinn.“

Þetta kemur fram í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tíu þingmenn eru skrifaðir fyrir tillögunni sem þingflokkur Pírata ætlar að leggja fram. Þar segir meðal annars: „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, til þess að koma megi …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
    Greinilegt er, að margir íslenskir þingmenn þekkja enn ekki skilgreininguna á þjóðarmorði. Má ég vinsamlegast leggja til að menn afli sér nægilegrar menntunar til að setjast á þjóðþing landsins. Hamas, hryðjuverkasamtök, sem margir Íslendingar styðja, hafa hvatt til þjóðarmorða á Ísraelsmönnum og gyðingum almennt; Of margir Íslendingar vilja helst leika sér við slíkt lið.
    -4
    • Ingólfur Gíslason skrifaði
      Þjóðarmorð: vísvitandi aðgerðir til að útrýma tiltekinni þjóð, þjóðarbroti, kynþætti eða trúarhópi að hluta eða í heild. Klárlega það sem Ísrael er að gera núna gagnvart Palestínumönnum og hefur verið að gera síðan að minnsta kosti 1948. Ég man til dæmis þegar ég kom til Ísrael 1995, að Ísraelsbúarnir vildu aldrei tala um Palestínumenn, héldu því fram að þeir væru „bara arabar“ og ættu helst að hypja sig yfir til Jórdaníu til hinna arabanna. Þjóðarmorð felst nefnilega ekki eingöngu í bókstaflegum drápum á fólki (þó það fylgi oft, eins og við horfum upp á núna). Það felst líka í því að reyna að eyða sjálfsmynd fólks, minningum, örnefnum, öllu sem gerir hópinn að „þjóð“.
      6
    • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
      Nei Ingólfur, þjóð, sem hefur farið í gegnum þjóðarmorð (Gyðingar/Ísraelsmenn), sem fær að vita að nágrannar henni hafi í hyggju að útrýma henni, opnar ekki spítala sína fyrir þjóð sem ætlar sér að útrýma henni. Þú hefur ekki lesið alla greinargerð SÞ, eða kannski þarftu ný gleraugu. Nú þegar vígamenn (Hamas fara um og myrða fólk eru við hins vegar komin yfir í skilgreininguna "útrýming þjóðar að hluta til". Svo stendur eftir að Palestína hefur aldrei verið til sem þjóðríki og þeir sem kalla sig Palestínumenn eru mjög sundurleitur hópur, sumir hafa búið lengi, aðrir skemur við botn Miðjarðarhafs. Sumir þeirra eru reyndar komnir af gyðingum sem neyddir voru undir Íslam, t.d. á Gaza, það var líka þjóðarmorð, en framið fyrir tíma þar sem slíkur ósómi á ekki að eiga sér stað. Margir Íslendingar styðja samtök sem hafa útrýmingu Ísraelsríkis og morð á öllum gyðingum í stefnuskrá sinni. Margir Íslendingar eru því meðsekir í tilraunum til þjóðarmorðs á gyðingum. En vitaskuld geta menn haft aðrar skoðanir, sér í lagi ef þeir hata gyðinga nægilega mikið. Margir slíkir einstaklingar búa á Íslandi. Þeim er einnig hægt að stefna fyrir hvatningar til Þjóðarmorða á gyðingum, t.d. þeim sem styðja Hamas.
      -2
    • Þórhildur Ævarsdóttir skrifaði
      Sæll Vilhjálmur Örn. Ég hef sannarlega aflað mér menntunar á sviði þjóðarréttar og sérhæfði mig raunar í alþjóðlegum refsirétti, mannúðarrétti öðru nafni og er með meistaragráðu í þeim fræðum. Mér er þar af leiðandi mjög kunnugt um skilgreininguna á þjóðarmorði. Vill þrátt fyrir það benda þér á að engrar menntunar er krafist til þess að setjast á þjóðþing landsins enda á Alþingi með réttu að innihalda þversnið þjóðarinnar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár