„Ríkisstjórnin hefur nú þegar, réttilega, fordæmt árásir Hamas samtakanna á ísraelska borgara en látið hjá líða að fordæma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda sem hafa farið fram úr öllu hófi og brjóta bersýnilega gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og öðrum alþjóðalögum. Þá sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákall um tafarlaust vopnahlé á Gaza á neyðarfundi þingsins þann 26. október síðastliðinn.“
Þetta kemur fram í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögu um að fordæma aðgerðir Ísraelshers í Palestínu og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum. Tíu þingmenn eru skrifaðir fyrir tillögunni sem þingflokkur Pírata ætlar að leggja fram. Þar segir meðal annars: „Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara, sjúkrahús, skóla og aðra borgaralega innviði í Palestínu sem hófust 7. október 2023 í kjölfar árása Hamas-samtakanna á ísraelska borgara. Alþingi ályktar einnig að fela utanríkisráðherra að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum, til þess að koma megi …
Athugasemdir (4)