„Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þykir miður að starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks hafi upplifað þau samskipti með þeim hætti að eitthvað annað hafi legið að baki þeim,“ segir í svari talsmanns ráðuneytisins til Heimildarinnar. Um er að ræða viðbrögð við gagnrýni Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi starfsmanns réttindagæslu fatlaðra, sem greint var frá í síðasta blaði Heimildarinnar.
Þar lýsti Freyja því sem hún lýsti sem þöggunartilburðum og hræðslutaktík ráðuneytisins í garð hennar og annarra starfsmanna réttindagæslu fatlaðra, sem hefði átt stóran hlut í því að hún ákvað að hætta þar störfum. Freyja vísaði sérstaklega í framgöngu ráðuneytisins í máli Hussein Hussein, írasks hælisleitanda með fötlun, og harkalegra aðfara við brotttvísun hans fyrir ári. Freyja var þá réttindagæslumaður Hussein og gagnrýndi það hvernig yfirvöld neituðu Hussein um bæði mannúðlega meðferð en ekki síst aðstoð hennar, sem réttindagæslumanns.
Viðbrögð ráðuneytisins segir Freyja hafa verið þau að …
Athugasemdir