Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“

Bjarni Bene­dikts­son, ut­an­rík­is­ráð­herra Ís­lands, seg­ir það sem gerð­ist í Jabalia-flótta­manna­búð­un­um á Gaza „skelfi­legt“ en að það hafi ekki ver­ið árás held­ur hafi Ísra­el­ar ver­ið að verja sig gegn hryðju­verka­mönn­um. Mann­rétt­inda­skrif­stofa Sam­ein­uðu þjóð­anna tel­ur loft­árás Ísra­ela á búð­irn­ar, þar sem um 200 manns féllu, geta ver­ið stríðs­glæp.

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás?“
Orðaskak Bjarni Benediktsson vill ekki nota orðið árás um árás Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. „Þú getur notað hvaða orð sem þú vilt, herra,“ svaraði fréttamaður NRK. Mynd: Skjáskot

„Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar? Það heyrðist mér.“

Þannig brást utanríkisráðherra Íslands, Bjarni Benediktsson, við spurningu fréttamanns norska ríkisútvarpsins á blaðamannafundi utanríkisráðherra á Norðurlandaþingi í Ósló í gær. Fréttamaðurinn hafði spurt ráðherrana hvaða orð þeir myndu nota um árás Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar.

Það kom hik á fréttamanninn við svar Bjarna en svo sagði hann: „Þú getur notað hvaða orð sem þú vilt, herra.“

Bjarni greip fram í og hélt áfram: „Ef þú ert að biðja mig að bregðast við árás á flóttamannabúðir, þá ertu að segja að það hafi verið árás á flóttamannabúðir.“

„Ég skil,“ sagði fréttamaðurinn, „leyfðu mér að umorða þetta: Hvaða orð myndir þú nota yfir það sem Ísraelar hafa gert í tengslum við Jabalia-flóttamannabúðirnar?“

Gegn alþjóðalögum

„Sko, það fer eftir því hvernig þú nálgast þetta,“ svaraði ráðherrann íslenski þá. „Eins og ég sé þetta er í gangi stríð gegn hryðjuverkamönnum. Allt það sem gerist, eins og við höfum séð í fjölmiðlum í flóttamannabúðum, er algjörlega skelfilegt. Eitthvað sem ætti alltaf að forðast. Er gegn alþjóðalögum. En þú getur ekki slitið þetta úr samhengi. Það eru hryðjuverkamenn núna að berjast gegn Ísraelum, þeir eru enn að því. Og það er ákveðið viðbragð við því. Við höfum séð mörg dæmi þess að hryðjuverkamenn noti almenna borgara sem skildi. Og það er það sem gerir þetta gríðarlega flókið. Þannig að það sem við erum að sjá í fjölmiðlum er skelfilegt og hryggir okkur. Þetta er ástæðan fyrir því að við köllum eftir mannúðarvopnahléi.“

Setið hjá um mannúðarhlé

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat á föstudag hjá við afgreiðslu allsherjarþingsins á ályktun þess efnis að mannúðarvopnahléi yrði komið á tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Kanada lagði fram breytingartillögu um að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá.

Ísraelski herinn gerði loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza tvo daga í röð og er talið að um 200 manns hafi látið lífið við árásina. Ísraelsk stjórnvöld segja árásina hafa verið gerða til að fella háttsetta Hamas-liða og fullyrða að það ætlunarverk hafi náðst. „Það er enginn sigurvegari í stríði þar sem þúsundir barna eru drepin,“ sagði nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í gær.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Ef ég heyrði þig rétt, sagðir þú árás á flóttamannabúðirnar?"
    Fréttamaðurinn átti að kalla þetta sínu rétta nafni, slátrun.
    Netanjahu er að komast í hóp mestu íllmenna sögunnar.
    1
  • Andrés Arnalds skrifaði
    Skömm er að!
    1
  • Thorey Thorkelsdottir skrifaði
    https://www.dagbladet.no/nyheter/sa-du-angrep/80443330
    0
  • MGÁ
    Marteinn Gísli Árnason skrifaði
    Hann er bara einsog alltaf i Vafningum , Falson og öðru smastussi her og þar.

    Þinn timi er löngu kominn B.B. lattu þig hverfa i þinni luxus ibuð sem þu "gleymdir"
    að telja fram og skilaðu til baka þessum milljörðum sem voru afskrifaðar a sinum tima.
    2
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Skelfilegt. Á hvaða stað er þessi ráðherra?
    3
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það þarf að losna við BB. Hann er þjóðinni til skammar.
    7
  • Kári Jónsson skrifaði
    Íslensk stjórnvöld hafa tapað öllum áttum og þar með mennsku sinni í stuðningi við stríðsglæpamanninn og forsætis í Ísrael, sem gengur fram af miklu offorsi og GRIMMD á Casa þessa daganna, sem og undangengin ár og áratugi og alþjóðasamfélagið hefur horft á með blinda auganu, sannarlega er það hryðjuverk þegar Hamas ræðst á almenna borgara í Ísrael. Ísland verður að krefjast vopnahlés í öllum stríðsátökum og tala fyrir FRIÐI stanslaust og ef það hefur farið framhjá Bjarna Ben utanríkis, þá hafa íslensk stjórnvöld samþykkt sjálfstæði Palenstínu rétt einsog sjálfstæði Ísraels. það er skylda stjórnvalda að hér fari saman hljóð og mynd.
    9
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Hefur maðurinn rétt til að tala svona fyrir hönd okkar Íslendinga?
    8
  • Halldóra Hafdís Arnardóttir skrifaði
    Ógeðfelldur málaflutningur hjá utanríkisráðherra 🤮
    9
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Það er gott að vita að utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins er með morðum á börnum á Gasa. En ég hélt að utanríkisráðherra væri í ríkisstjórn VG liða, og þá eru VG liðar meðmæltir ?
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár