Þegar Noorina Khalikyar hafði lifað í rúman áratug fór móðir hennar, ófrísk af stúlku, af stað í leit að læknisaðstoð í Kabúl, höfuðborg Afganistans. Vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki reyndist það henni erfitt að finna spítala þar sem hún gæti fengið hjálp. Stúlkan lést þennan sama dag.
Þetta var áfall fyrir hina ungu Noorinu, sem setti sér strax það markmið að verða hluti af breytingu til batnaðar.
„Ég ætla að verða góður læknir á mínum eigin spítala,“ hugsaði hún. „Það verða svo margir læknar og við munum reyna okkar besta til þess að bjarga lífi fólks.“
Fræddi konur um getnaðarvarnir
Noorina ólst upp í Kabúl sem var opnari konum en hún er nú. Noorina gat menntað sig og farið að vinna sem læknir. Þá vann hún jafnframt fyrir frjáls félagasamtök sem fræddu konur um réttindi þeirra, getnaðarvarnir, …
Athugasemdir (7)