Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!

Bók­in er ein­föld og að­gengi­leg en samt stút­full af fróð­leik, mynd­irn­ar fyndn­ar, fal­leg­ar og spenn­andi að skoða.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!
Höfundurinn Linda Ólafsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Ég þori! Ég get! Ég vil!

Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim
Höfundur Linda Ólafsdóttir
Forlagið
40 blaðsíður
Niðurstaða:

Falleg og fróðleg bók sem fangar vel kraft og mikilvægi kvennasamstöðu og Kvennafríið 1975.

Gefðu umsögn

Kvennafrídagurinn 24. október 1975 markar tímamót í Íslandssögunni og þótt víðar væri leitað. Hér rifjar Linda Ólafsdóttir upp kvennafrídaginn með því að móðir segir dóttur sinni frá því þegar hún fór með sinni mömmu í bæinn þennan dag, segir frá aðdragandanum, deginum sjálfum og síðast en ekki síst frá orkunni og samstöðunni sem sveif yfir öllu. Bókinni lýkur á því að móðir og dóttir fara út að viðhalda þeim baráttuanda sem kvennasamstaðan skapaði árið 1975. Vel er við hæfi að bókin kom út hér á landi 24. október síðastliðinn, þegar kvennafrídagsins var minnst með stórkostlegu kvennaverkfalli sem verður lengi í minnum haft. 

Ég þori! Ég get! Ég vil! er ætluð yngstu lesendunum og því er hlutfall texta mun minna en mynda, myndirnar segja í raun söguna með smá skýringum í orðaformi. Teiknistíllinn er sá sami og í fyrri verkum Lindu, Íslandsbók barnanna og Reykjavík barnanna, sem hún samdi með Margréti Tryggvadóttur, myndirnar eru fjölbreyttar og á hverri síðu er eitthvað að skoða og spjalla um sem er ekki í textanum, hvort sem það eru myndir á veggjum, kröfuspjöld, gamaldags strætó eða ráðvilltir pabbar að skúra gólf og skipta um bleyju árið 1975. 

„Krakkar munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.“

Bókin er einföld og aðgengileg en samt stútfull af fróðleik, myndirnar fyndnar, fallegar og spennandi að skoða og aftast eru nánari skýringar, ljósmyndir og ítarlegri texti fyrir þau sem eru lengra komin í lestri en líka til að svara spurningum forvitinna barna sem vilja vita meira þegar lestri bókarinnar er lokið. 

Krakkar sem kannski áttu erfitt með að skilja af hverju það var frí í leikskólanum 24. október eða fengu að koma með í bæinn og upplifa samstöðumáttinn á Arnarhóli þennan dag munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár