Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!

Bók­in er ein­föld og að­gengi­leg en samt stút­full af fróð­leik, mynd­irn­ar fyndn­ar, fal­leg­ar og spenn­andi að skoða.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!
Höfundurinn Linda Ólafsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Ég þori! Ég get! Ég vil!

Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim
Höfundur Linda Ólafsdóttir
Forlagið
40 blaðsíður
Niðurstaða:

Falleg og fróðleg bók sem fangar vel kraft og mikilvægi kvennasamstöðu og Kvennafríið 1975.

Gefðu umsögn

Kvennafrídagurinn 24. október 1975 markar tímamót í Íslandssögunni og þótt víðar væri leitað. Hér rifjar Linda Ólafsdóttir upp kvennafrídaginn með því að móðir segir dóttur sinni frá því þegar hún fór með sinni mömmu í bæinn þennan dag, segir frá aðdragandanum, deginum sjálfum og síðast en ekki síst frá orkunni og samstöðunni sem sveif yfir öllu. Bókinni lýkur á því að móðir og dóttir fara út að viðhalda þeim baráttuanda sem kvennasamstaðan skapaði árið 1975. Vel er við hæfi að bókin kom út hér á landi 24. október síðastliðinn, þegar kvennafrídagsins var minnst með stórkostlegu kvennaverkfalli sem verður lengi í minnum haft. 

Ég þori! Ég get! Ég vil! er ætluð yngstu lesendunum og því er hlutfall texta mun minna en mynda, myndirnar segja í raun söguna með smá skýringum í orðaformi. Teiknistíllinn er sá sami og í fyrri verkum Lindu, Íslandsbók barnanna og Reykjavík barnanna, sem hún samdi með Margréti Tryggvadóttur, myndirnar eru fjölbreyttar og á hverri síðu er eitthvað að skoða og spjalla um sem er ekki í textanum, hvort sem það eru myndir á veggjum, kröfuspjöld, gamaldags strætó eða ráðvilltir pabbar að skúra gólf og skipta um bleyju árið 1975. 

„Krakkar munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.“

Bókin er einföld og aðgengileg en samt stútfull af fróðleik, myndirnar fyndnar, fallegar og spennandi að skoða og aftast eru nánari skýringar, ljósmyndir og ítarlegri texti fyrir þau sem eru lengra komin í lestri en líka til að svara spurningum forvitinna barna sem vilja vita meira þegar lestri bókarinnar er lokið. 

Krakkar sem kannski áttu erfitt með að skilja af hverju það var frí í leikskólanum 24. október eða fengu að koma með í bæinn og upplifa samstöðumáttinn á Arnarhóli þennan dag munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár