Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!

Bók­in er ein­föld og að­gengi­leg en samt stút­full af fróð­leik, mynd­irn­ar fyndn­ar, fal­leg­ar og spenn­andi að skoða.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!
Höfundurinn Linda Ólafsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Ég þori! Ég get! Ég vil!

Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim
Höfundur Linda Ólafsdóttir
Forlagið
40 blaðsíður
Niðurstaða:

Falleg og fróðleg bók sem fangar vel kraft og mikilvægi kvennasamstöðu og Kvennafríið 1975.

Gefðu umsögn

Kvennafrídagurinn 24. október 1975 markar tímamót í Íslandssögunni og þótt víðar væri leitað. Hér rifjar Linda Ólafsdóttir upp kvennafrídaginn með því að móðir segir dóttur sinni frá því þegar hún fór með sinni mömmu í bæinn þennan dag, segir frá aðdragandanum, deginum sjálfum og síðast en ekki síst frá orkunni og samstöðunni sem sveif yfir öllu. Bókinni lýkur á því að móðir og dóttir fara út að viðhalda þeim baráttuanda sem kvennasamstaðan skapaði árið 1975. Vel er við hæfi að bókin kom út hér á landi 24. október síðastliðinn, þegar kvennafrídagsins var minnst með stórkostlegu kvennaverkfalli sem verður lengi í minnum haft. 

Ég þori! Ég get! Ég vil! er ætluð yngstu lesendunum og því er hlutfall texta mun minna en mynda, myndirnar segja í raun söguna með smá skýringum í orðaformi. Teiknistíllinn er sá sami og í fyrri verkum Lindu, Íslandsbók barnanna og Reykjavík barnanna, sem hún samdi með Margréti Tryggvadóttur, myndirnar eru fjölbreyttar og á hverri síðu er eitthvað að skoða og spjalla um sem er ekki í textanum, hvort sem það eru myndir á veggjum, kröfuspjöld, gamaldags strætó eða ráðvilltir pabbar að skúra gólf og skipta um bleyju árið 1975. 

„Krakkar munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.“

Bókin er einföld og aðgengileg en samt stútfull af fróðleik, myndirnar fyndnar, fallegar og spennandi að skoða og aftast eru nánari skýringar, ljósmyndir og ítarlegri texti fyrir þau sem eru lengra komin í lestri en líka til að svara spurningum forvitinna barna sem vilja vita meira þegar lestri bókarinnar er lokið. 

Krakkar sem kannski áttu erfitt með að skilja af hverju það var frí í leikskólanum 24. október eða fengu að koma með í bæinn og upplifa samstöðumáttinn á Arnarhóli þennan dag munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu