Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!

Bók­in er ein­föld og að­gengi­leg en samt stút­full af fróð­leik, mynd­irn­ar fyndn­ar, fal­leg­ar og spenn­andi að skoða.

Og seinna börnin segja, ég þori! Ég get! Ég vil!
Höfundurinn Linda Ólafsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir
Bók

Ég þori! Ég get! Ég vil!

Þegar íslenskar konur höfðu svo hátt að allur heimurinn heyrði í þeim
Höfundur Linda Ólafsdóttir
Forlagið
40 blaðsíður
Niðurstaða:

Falleg og fróðleg bók sem fangar vel kraft og mikilvægi kvennasamstöðu og Kvennafríið 1975.

Gefðu umsögn

Kvennafrídagurinn 24. október 1975 markar tímamót í Íslandssögunni og þótt víðar væri leitað. Hér rifjar Linda Ólafsdóttir upp kvennafrídaginn með því að móðir segir dóttur sinni frá því þegar hún fór með sinni mömmu í bæinn þennan dag, segir frá aðdragandanum, deginum sjálfum og síðast en ekki síst frá orkunni og samstöðunni sem sveif yfir öllu. Bókinni lýkur á því að móðir og dóttir fara út að viðhalda þeim baráttuanda sem kvennasamstaðan skapaði árið 1975. Vel er við hæfi að bókin kom út hér á landi 24. október síðastliðinn, þegar kvennafrídagsins var minnst með stórkostlegu kvennaverkfalli sem verður lengi í minnum haft. 

Ég þori! Ég get! Ég vil! er ætluð yngstu lesendunum og því er hlutfall texta mun minna en mynda, myndirnar segja í raun söguna með smá skýringum í orðaformi. Teiknistíllinn er sá sami og í fyrri verkum Lindu, Íslandsbók barnanna og Reykjavík barnanna, sem hún samdi með Margréti Tryggvadóttur, myndirnar eru fjölbreyttar og á hverri síðu er eitthvað að skoða og spjalla um sem er ekki í textanum, hvort sem það eru myndir á veggjum, kröfuspjöld, gamaldags strætó eða ráðvilltir pabbar að skúra gólf og skipta um bleyju árið 1975. 

„Krakkar munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.“

Bókin er einföld og aðgengileg en samt stútfull af fróðleik, myndirnar fyndnar, fallegar og spennandi að skoða og aftast eru nánari skýringar, ljósmyndir og ítarlegri texti fyrir þau sem eru lengra komin í lestri en líka til að svara spurningum forvitinna barna sem vilja vita meira þegar lestri bókarinnar er lokið. 

Krakkar sem kannski áttu erfitt með að skilja af hverju það var frí í leikskólanum 24. október eða fengu að koma með í bæinn og upplifa samstöðumáttinn á Arnarhóli þennan dag munu gleypa í sig þessa fallegu og kröftugu bók og verða margs vísari.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár