Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hversdagurinn rifinn í tætlur

Texti Jaku­bs er þannig að hann býð­ur upp á alls kon­ar vanga­velt­ur og túlk­an­ir sem get­ur gef­ið áhuga­söm­um les­end­um mik­ið til að brjóta heil­ann yf­ir. En túlk­un er kannski ekki að­al­at­rið­ið hér; text­inn er þess eðl­is að les­and­inn nýt­ur þess best að dvelja við ein­stök brot frem­ur en að reyna að finna rök­rétta fram­vindu

Hversdagurinn rifinn í tætlur
Höfundurinn Jakub Stachowiak Mynd: Edda Karítas Baldursdóttir
Bók

Stjörnu­falls­eyj­ur

Höfundur Jakub Stachowiak. Myndhöfundur: Marta María Jónsdóttir
Dimma
71 blaðsíða
Niðurstaða:

Stjörnufallseyjur er bók sem gæti verið gott að dvelja við á dimmum vetrarnóttum og njóta orðlistarinnar. Bygging bókarinnar er hins vegar sundurlaus á köflum og merking oft óljós.

Gefðu umsögn

Í fyrra gaf Jakub Stachowiak út ljóðabók með snjöllum titli: Úti bíður skáldleg veröld. Í ár sendir hann frá sér verkið Stjörnufallseyjur og í bókinni byggir hann upp skáldlega veröld í stuttum ljóðrænum myndum. Bókin hefst á goðsagnakenndri heimssköpun: „Í upphafi var ekkert nema næturgyðja og guð morgunsins sem svifu saman á festingunni, í ástríðufullum faðmlögum“ (bls.7). Eftir sex daga ástarleik hverfur morgunguðinn og næturgyðjan sest á tunglið og grætur stjörnulaga tárum sem sum „storknuðu á himni, önnur féllu í hafið og urðu að eyjum“; Stjörnufallseyjum.

Næturgyðjan og morgunguðinn gefa tóninn fyrir ráðandi andstæður bókarinnar sem eru ljós og myrkur sem sífellt takast á í ýmsu formi í myndmáli verksins. Orð tengd þessum andstæðum koma síendurtekið fyrir og einu nákvæmu tímasetningar í þessari skáldlegu veröld eru vetrar- og sumarsólstöður, stysti og lengsti dagur ársins, tíminn þegar myrkrið ræður og tíminn þegar birtan ríkir. Birtan tengist skáldskapnum; skáldin skrifa „ljóð og sögur í þeirri von að þeir dragi fram ljósið, því orðin gleyma ekki birtu sem eitt sinn er sáð ofan í þau“ (bls. 12). Myrkrið tengist sorginni og dauðanum en á hvorutveggja má ef til vill sigrast með skáldskapnum og fegurðinni: „Hvað sem hver segir / er fegurðin ekki skraut / heldur kjarni lífsins“ (bls. 29).

Í fyrri hluta bókarinnar lýsir skáldið Stjörnufallseyjunum, dvelur lengst við fyrstu eyjuna þar sem finna má hús sem er eins og hönd í laginu, með fimm fingrum og velta má fyrir sér hvort þar sé verið að vísa til fingra sem verkfæra til sköpunar skáldskaparheima. Reyndar er texti Jakubs þannig að hann býður upp á alls konar vangaveltur og túlkanir sem geta gefið áhugasömum lesendum mikið til að brjóta heilann yfir. En túlkun er kannski ekki aðalatriðið hér; textinn er þess eðlis að lesandinn nýtur þess best að dvelja við einstök brot fremur en að reyna að finna rökrétta framvindu. Brot eins og þetta til dæmis:

Á þessari eyju, í þessari borg býr fólk sem er ljóðmerkt við fæðingu, orð skálda brennd inn í ofursmáa barnslófa, því skáldskapur seinkar dauðanum. Hann er lækning við doða sem er fylgifiskur hversdagsleikans. Eina vopnið gegn vetrarnótt, þessu kalda heimkynni smádjöfla, sem hváir sínum eilífu spurningum framan í sofandi fólk. Lestu, og blóð þitt hitnar“ (bls. 22).

Setningin „Á þessari eyju, í þessari borg“ kemur átta sinnum fyrir í fyrri hluta bókarinnar og þar fær lesandinn að kynnast skáldlegri veröld Stjörnufallseyjanna. Í síðari hlutanum breytist tónninn því þar stígur fram sögumaður sem segir sögur af fjölskyldu sinni og vinum og „þorpinu okkar“. Skáldið heldur þó sama ljóðræna og draumkennda frásagnarstílnum frá upphafi til enda og ljós og myrkur leika áfram aðalhlutverk í textanum.

Eins og flestir vita er Jakub Stachowiak pólskur innflytjandi á Íslandi og það er aðdáunarvert hversu góð tök hann hefur náð á íslensku máli á fáum árum. Eins og oft er raunin með bókmenntir innflytjenda má í skrifum Jakubs sjá nýja nálgun á íslenskuna og nýyrði skjóta upp kollinum, orð eins og harmeygðir, ósorgmæddu, saknaðarkuldi og pappírsfærðar sögur. En einnig kemur fyrir röng notkun orðatiltækja eins og þegar skúringastúlka „skiptir um rúmið“ sem hefur aðra merkingu en að ,skipta um á rúminu‘ eða ‚búa um rúmið‘. Annað dæmi er setningin „fyrir áralöngu“ (bls.48) sem ætti líklega að vera ‚fyrir óralöngu‘ – nema um nýyrði sé að ræða?

Stjörnufallseyjur er bók sem gæti verið gott að dvelja við á dimmum vetrarnóttum og njóta orðlistarinnar. Bygging bókarinnar er hins vegar sundurlaus á köflum og merking oft óljós. Drengurinn sem stígur fram sem sögumaður í síðari hluta bókarinnar fær þetta ráð frá ónafngreindri konu: „Lifðu, drengurinn minn! Stundum er nauðsynlegt að rífa hversdaginn í tætlur til að geta byggt úr honum nýjan draum, lifðu!“ (bls. 41). Segja má að Jakub hafi í Stjörnufallseyjum gert einmitt þetta og eflaust geta margir lifað sig inn í þann draum með honum, en aðrir ekki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár