Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 3. nóvember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 3. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 3. nóvember 2023
Mynd 1 Þessi er nokkuð erfið. Hér er horft til norðausturs yfir hvaða rúmlega 100 manna byggð á Íslandi? Myndina tók Mats Wibe Lund.

1.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslendinga sagði af sér á haustdögum og sneri sér að lögmennsku?

2.  Svandís Dóra Einarsdóttir lék á árinu stærsta kvenhlutverkið í vinsælli sjónvarpsþáttaröð. Hvað hét sú þáttaröð?

3.  Hvaða fjölmiðlamaður hætti nýlega í vinnunni hjá stóru fyrirtæki og stofnaði lítinn fjölmiðil undir sínu nafni, að viðbættu  orðinu „ritstjóri“?

4.  Hvaða stjórnmálamaður íslenskur gegndi í fjögur ár starfi málfarsráðunautar á Ríkisútvarpinu, eða 1999-2003? 

5.  Hvaða gælunafn var gjarnan notað yfir farsíma fyrst eftir að þeir komu til sögunnar? Það heyrist enn en notkun þess hefur þó dregist verulega saman.

6.  Það gælunafn var stytting á öðru orði sem endar á -lingur. Hver er upprunaleg merking þess orðs?

7.  Halley, Shoemaker-Levy, Hale-Bopp. Nöfn á hvaða sjaldgæfu fyrirbrigðum eru þetta?

8.  Hvað heitir höfuðborgin í Mexíkó?

9.  Hvaða vinsæla fæðutegund (í munni manna) er mjög óheppileg og jafnvel beinlínis eitruð fyrir hunda?

10.  Benjamin Disraeli, William Gladstone, Andrew Jackson, Robert Peel og Arthur Wellesley. Á 19. öldinni gegndi aðeins einn þessara fimm karla embætti forseta Bandaríkjanna. Hver þeirra var það?

11.  En hvaða starf áttu hinir fjórir sameiginlegt?

12.  Hver lék persónuna Rachel Green í vinsælum sjónvarpsþáttum?

13.  Isaac Herzog hefur verið forseti í landi einu síðan 2021. Hann er valdalítill, rétt eins og forseti Íslands. Hvaða land er þetta?

14.  Moskva er fjölmennasta borg Rússlands. En hver er næstfjölmennust?

15.  Til hvaða fjölmennu þjóðar er líklegt að karlmaðurinn Kittisuk Thongkam teljist?

Mynd 2 Hvað er að sjá á þessari mynd?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Breiðdalsvík á Austfjörðum. Á seinni myndinni eru Bítlarnir í búningum þeim sem þeir klæddust á plötuumslagi Sgt.Pepper's.
Svör við almennum spurningum:
1.  Helga Vala.  —  2.  Afturelding.  —  3.  Snorri Másson.  —  4.  Katrín Jakobsdóttir. Hún var að vísu bara í hlutastarfi.  —  5.  Gemsi.  —  6.  Gemlingur þýðir veturgamalt húsdýr, langoftast sauðfé.  — 7.  Halastjörnum.  —  8.  Mexíkóborg.  —  9.  Súkkulaði.  —  10.  Andrew Jackson.  —  11. Hinir voru forsætisráðherrar Bretlands.  —  12.  Jennifer Aniston.  —  13.  Ísrael.  —  14.  Pétursborg.  —  15.  Taílandi.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár