Spurningaþraut Illuga 3. nóvember 2023

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 3. nóv­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 3. nóvember 2023
Mynd 1 Þessi er nokkuð erfið. Hér er horft til norðausturs yfir hvaða rúmlega 100 manna byggð á Íslandi? Myndina tók Mats Wibe Lund.

1.  Hvaða þingmaður á Alþingi Íslendinga sagði af sér á haustdögum og sneri sér að lögmennsku?

2.  Svandís Dóra Einarsdóttir lék á árinu stærsta kvenhlutverkið í vinsælli sjónvarpsþáttaröð. Hvað hét sú þáttaröð?

3.  Hvaða fjölmiðlamaður hætti nýlega í vinnunni hjá stóru fyrirtæki og stofnaði lítinn fjölmiðil undir sínu nafni, að viðbættu  orðinu „ritstjóri“?

4.  Hvaða stjórnmálamaður íslenskur gegndi í fjögur ár starfi málfarsráðunautar á Ríkisútvarpinu, eða 1999-2003? 

5.  Hvaða gælunafn var gjarnan notað yfir farsíma fyrst eftir að þeir komu til sögunnar? Það heyrist enn en notkun þess hefur þó dregist verulega saman.

6.  Það gælunafn var stytting á öðru orði sem endar á -lingur. Hver er upprunaleg merking þess orðs?

7.  Halley, Shoemaker-Levy, Hale-Bopp. Nöfn á hvaða sjaldgæfu fyrirbrigðum eru þetta?

8.  Hvað heitir höfuðborgin í Mexíkó?

9.  Hvaða vinsæla fæðutegund (í munni manna) er mjög óheppileg og jafnvel beinlínis eitruð fyrir hunda?

10.  Benjamin Disraeli, William Gladstone, Andrew Jackson, Robert Peel og Arthur Wellesley. Á 19. öldinni gegndi aðeins einn þessara fimm karla embætti forseta Bandaríkjanna. Hver þeirra var það?

11.  En hvaða starf áttu hinir fjórir sameiginlegt?

12.  Hver lék persónuna Rachel Green í vinsælum sjónvarpsþáttum?

13.  Isaac Herzog hefur verið forseti í landi einu síðan 2021. Hann er valdalítill, rétt eins og forseti Íslands. Hvaða land er þetta?

14.  Moskva er fjölmennasta borg Rússlands. En hver er næstfjölmennust?

15.  Til hvaða fjölmennu þjóðar er líklegt að karlmaðurinn Kittisuk Thongkam teljist?

Mynd 2 Hvað er að sjá á þessari mynd?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er Breiðdalsvík á Austfjörðum. Á seinni myndinni eru Bítlarnir í búningum þeim sem þeir klæddust á plötuumslagi Sgt.Pepper's.
Svör við almennum spurningum:
1.  Helga Vala.  —  2.  Afturelding.  —  3.  Snorri Másson.  —  4.  Katrín Jakobsdóttir. Hún var að vísu bara í hlutastarfi.  —  5.  Gemsi.  —  6.  Gemlingur þýðir veturgamalt húsdýr, langoftast sauðfé.  — 7.  Halastjörnum.  —  8.  Mexíkóborg.  —  9.  Súkkulaði.  —  10.  Andrew Jackson.  —  11. Hinir voru forsætisráðherrar Bretlands.  —  12.  Jennifer Aniston.  —  13.  Ísrael.  —  14.  Pétursborg.  —  15.  Taílandi.
Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár